Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

908/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 619/2008, um bann við markaðssetningu, dreifingu og sölu kveikjara án barnalæsingar og kveikjara með óhefðbundið útlit sem höfða sérstaklega til barna.

1. gr.

8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 10. gr. laga nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, með áorðnum breytingum og innleiðir ákvarðanir Evrópusambandsins 2006/502/EB, 2007/231/EB, 2008/322/EB, 2009/298/EB, 2010/157/ESB, 2011/176/ESB, 2012/53/ESB, 2013/1/ESB, 2014/61/ESB, 2015/249/ESB og 2016/575/ESB.

Reglugerðin tekur þegar gildi.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 10. gr. laga nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 21. október 2016.

F. h. r.

Guðbjörg Sigurðardóttir.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.