Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

863/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 944/2014, um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.

1. gr.

Við lista sértækra viðmiðunarmarka í viðbæti C við II. viðauka reglugerðarinnar bætist:

Efni CAS-númer Viðmiðunarmörk
hvarfmassi: 5-klór-2-metýl-4-ísóþíasól-3-óns [EB-nr. 247- 500-7] og 2-metýl-2H-ísóþíasól-3-óns [EB-nr. 220-239-6] (3:1) 55965-84-9 1 mg/kg (viðmiðunarmörk fyrir innihald) í vatnskenndum efnum í leikföngum
5-klór-2-metýl-ísóþíasól-3(2H)-ón 26172-55-4 0,75 mg/kg (viðmiðunarmörk fyrir innihald) í vatnskenndum efnum í leikföngum
2-metýlísóþíasól-3(2H)-ón 2682-20-4 0,25 mg/kg (viðmiðunarmörk fyrir innihald) í vatnskenndum efnum í leikföngum
1,2-bensísóþíasól-3(2H)-ón 2634-33-5 5 mg/kg (viðmiðunarmörk fyrir innihald) í vatnskenndum efnum í leikföngum í samræmi við aðferðirnar sem mælt er fyrir um í EN 71-10:2005 og EN 71-11:2005
Formamíð 75-12-7 20 μg/m³ (viðmiðunarmörk fyrir losun) að hámarki 28 dögum eftir að prófun á losun frauðleikfangaefna sem innihalda meira en 200 mg/kg hefst (þröskuldsgildi byggt á innihaldi)

2. gr.

Við 30. gr. reglugerðarinnar bætast þrír nýir stafliðir, svohljóðandi:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2015/2115/ESB um breytingu á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar formamíð, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2016 frá 5. febrúar 2016. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, 31. mars 2016, bls. 91-93.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2015/2117/ESB um breytingu á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar klórmetýlísóþíasólínón og metýlísóþíasólínón, bæði stakt efni og í hlutfallinu 3:1, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2016 frá 5. febrúar 2016. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, 31. mars 2016, bls. 97-99.
  3. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2015/2116/ESB um breytingu á viðbæti C við II. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/48/EB um öryggi leikfanga, að því er varðar bensísóþíasólínón, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 21/2016 frá 5. febrúar 2016. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, 31. mars 2016, bls. 94-96.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 10. gr. og 3. mgr. 13. gr., sbr. einnig 3. mgr. 27. gr. laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995, með síðari breytingum, og öðlast hún þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 6. október 2016.

F. h. r.

Guðbjörg Sigurðardóttir.

Vera Sveinbjörnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.