1. gr.
Við b-lið 2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fari vinningsupphæð "Ofurtölunnar" yfir 50 milljónir evra verður þeirri fjárhæð sem umfram er bætt við sama útdrátt fyrir 1. vinningsflokk.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26/1986, öðlast gildi 8. september 2016.
Innanríkisráðuneytinu, 30. ágúst 2016.
Ólöf Nordal.
Ragnhildur Hjaltadóttir.