Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

433/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi stafliður:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1536 frá 16. september 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar samræmingu á reglum um áframhaldandi lofthæfi við reglugerð (EB) nr. 216/2008, um brýn viðhaldsverkefni og eftirlit með áframhaldandi lofthæfi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 278 frá 30. október 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, 10. desember 2015, bls. 944-976.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Reglugerðin kemur til framkvæmda 25. ágúst 2016.

Innanríkisráðuneytinu, 9. maí 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.