Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

248/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 50/2014 um .eu höfuðlénið.

1. gr.

Innleiðing.

Á eftir e-lið 3. gr. reglugerðarinnar bætist við nýr stafliður, f-liður, svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/516 frá 26. mars 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 874/2004 um reglur um opinbera stefnu varðandi að taka í notkun .eu höfuðlénið og hlutverk þess ásamt meginreglum um skráningu, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, dags. 10. desember 2015, á bls. 885, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 271/2015, frá 30. október 2015.

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 75. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 með síðari breyt­ingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 8. mars 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Vera Sveinbjörnsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica