Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

74/2016

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 237/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfrækslu loftfara.

1. gr.

Innleiðing.

Við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi töluliður:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014 frá 29. janúar 2014 um breytingar á reglugerð (ESB) nr. 965/2012 um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starf­rækslu loftfara, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2014 frá 27. júní 2014 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 25. september 2014, bls. 510.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 37. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Ákvæði reglugerðar þessarar koma til framkvæmda 18. febrúar 2016, að undanskildum ákvæðum e‑liðar í ORO.FTL.205 í viðauka III við reglugerð (ESB) nr. 83/2014, sem skulu koma til fram­kvæmda 17. febrúar 2017.

Innanríkisráðuneytinu, 29. janúar 2016.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica