Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

1010/2015

Reglugerð um verkefni sýslumanns skv. III. kafla lögræðislaga, um nauðungarvistun.

1. gr.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skal frá og með 1. janúar 2016 taka ákvarðanir um nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring skv. 2. og 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. heimild í 6. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, sbr. lög nr. 84/2015, öðlast gildi 1. janúar 2016.

Innanríkisráðuneytinu, 21. október 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica