Innanríkisráðuneyti

894/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 684/1999 um sprengiefni. - Brottfallin

1. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Sprengiefni, þ.m.t. smæstu einingar þess, skal auðkennt sérstaklega í samræmi við tilskipun framkvæmda­­stjórnarinnar 2008/43/EB, sbr. tilskipun 2012/4/ESB svo rekja megi feril sprengi­efnisins. Þetta gildir ekki um:

  1. sprengiefni sem flutt er og afhent óinnpakkað eða í dælubílum til beinnar losunar í sprengju­holu,
  2. sprengiefni sem framleitt er á sprengistaðnum og sem hlaðið er um leið og það hefur verið framleitt,
  3. skotfæri,
  4. kveikiþræði, sem svipar til þráða, sem eru ekki sprengifimir,
  5. púðurkveikiþræði, sem samanstanda af kjarna úr fínkornóttu svörtu púðri sem er umlukinn sveigjanlegu ofnu efni með eina eða fleiri ytri hlífðarkápur og sem brennur á gefnum hraða án þess að valda ytri áhrifum með sprengingu og
  6. hvellhettur sem samanstanda af hylki úr plasti eða málmi, sem inniheldur lítið magn sprengi­efna­blöndu sem auðvelt er að tendra með höggi, og sem þjónar hlutverki kveiki­búnaðar í skothylkjum fyrir handvopn eða í hvellhettum fyrir drifhleðslur.

2. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði, sem verður 44. gr., og breytist greinatala í samræmi við það:

Með reglugerð þessari eru innleiddar og öðlast gildi hér á landi eftirtaldar gerðir og ákvörðun:

  1. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2008/43/EB frá 4. apríl 2008 um að koma á, samkvæmt tilskipun ráðsins 93/15/EBE, kerfi til að auðkenna og rekja sprengiefni til almennra nota, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 55, 7. október 2011, bls. 5.
  2. Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/4/ESB frá 22. febrúar 2012 um breytingu á tilskipun 2008/43/EB um að koma á, samkvæmt tilskipun ráðsins 93/15/EBE, kerfi til að auðkenna og rekja sprengiefni til almennra nota, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 4, 23. janúar 2014, bls. 367.
  3. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/347/ESB frá 19. júní 2010 um breytingu á ákvörðun 2004/388/EB varðandi skjal um flutning á sprengiefnum innan Bandalagsins, sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56, 10. október 2013, bls. 667.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 39. gr. vopnalaga nr. 16/1998, sbr. 3. gr. laga nr. 77/2015, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 7. október 2015.

F. h. r.

Þórunn J. Hafstein.

Skúli Þór Gunnsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica