Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

864/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1127/2014 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu.

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar breytist og orðast svo:

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi gerðir með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1207/2011 frá 22. nóvember 2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 236 frá 13. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 503.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1028/2014 frá 26. september 2014 um breytingu á framkvæmdarreglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1207/2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar fyrir samevrópska loftrýmið, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112 frá 30. apríl 2015, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, 18. júní 2015, bls. 192.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu.

Innanríkisráðuneytinu, 16. september 2015.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica