Innanríkisráðuneyti

773/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Í stað viðauka A við reglugerðina kemur nýr viðauki A, sem er hluti tilskipunar fram­kvæmda­stjórnarinnar 2014/93/ESB um breytingu á tilskipun ráðsins 96/98/EB um búnað um borð í skipum.

2. gr.

Innleiðing á EES-gerð.

Með reglugerð þessari eru innleidd ákvæði tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar 2014/93/ESB frá 18. júlí 2014 um breytingu á tilskipun ráðsins 96/98/EB um búnað um borð í skipum, sem vísað er til í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2015, að því er varðar tilskipun 2014/93/ESB, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/93/ESB birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 34, 18. júní 2015, bls. 92.

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 19. ágúst 2015.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Björn Freyr Björnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica