Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

736/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816/2011, um hafnarríkiseftirlit, með síðari breytingum.

1. gr. Breyting á reglugerð vegna nýrra samgöngustofnana.

Hvar sem orðin "Siglingastofnun Íslands" og "Siglingastofnun", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, skal koma í viðeigandi beygingarfalli orðið: Samgöngustofa.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

a. g-liður 1. tölul. orðast svo:

[Hér á að vera eyða.]

b. Við 1. tölul. bætast þrír nýir stafliðir:

i) samþykkt um vinnuskilyrði farmanna frá 2006 (MLC 2006),
i) samþykkt um vinnuskilyrði farmanna frá 2006 (MLC 2006),
j) alþjóðasamningur um eftirlit með skaðlegum, gróðurhindrandi efnum og/eða búnaði á skipum frá 2001 (AFS-samningurinn),
k) alþjóðasamningur um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum mengunar sem stafar frá eldsneytisolíu skipa frá 2001 (Bunkers-samningurinn 2001).

c. Við greinina bætast tveir nýir tölul., svohljóðandi:

23. Skírteini um vinnuskilyrði farmanna: Skírteinið sem um getur í reglu 5.1.3 í samþykkt um vinnuskilyrði farmanna.
24. Yfirlýsing um samræmi við reglur um vinnuskilyrði farmanna: Yfirlýsingin sem um getur í reglu 5.1.3 í samþykkt um vinnuskilyrði farmanna.

d. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Allar tilvísanir í þessari reglugerð í samninga, alþjóðakóða og ályktanir, þ.m.t. að því er varðar skírteini og önnur skjöl, teljast vera tilvísanir í uppfærðar útgáfur þessara samninga, alþjóðakóða og ályktana.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

a. 3. mgr. orðast svo:

3. Við skoðun á skipi, sem siglir undir fána ríkis sem er ekki aðili að samningi, skal Samgöngustofa tryggja að skipið og áhöfn þess hljóti ekki hagstæðari meðferð en þá sem skip hlýtur sem siglir undir fána ríkis sem er aðili að þeim samningi. Slíkt skip skal sæta nákvæmari skoðun í samræmi við verklagsreglur sem eru settar með Parísarsamkomulaginu um hafnarríkiseftirlit.

b. Á eftir 4. mgr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

5. Ef Samgöngustofa verður vör við skýrt brot á reglugerð þessari skal stofnunin þegar í stað tilkynna það öllum hlutaðeigandi lögbærum yfirvöldum til að unnt sé að grípa til frekari aðgerða, eins og við á.

4. gr.

Við 17. gr. reglugerðarinnar bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

Ef komist er að því, í kjölfar nákvæmrar skoðunar, að aðbúnaður og vinnuskilyrði um borð í skipum eru ekki í samræmi við kröfur samþykktar um vinnuskilyrði farmanna, skal skoðunarmaður þegar í stað vekja athygli skipstjóra skipsins á þessum annmörkum, ásamt tilskildum fresti til að ráða bót á þeim.

Ef skoðunarmaður telur að annmarkar skv. 2. mgr. séu umtalsverðir eða að þeir tengist hugsanlegri kvörtun, skv. 19. lið A-hluta V. viðauka, skal skoðunarmaður einnig gera viðkomandi samtökum farmanna og skipaeigenda hér á landi viðvart um annmarkana og er heimilt að:

  1. tilkynna það fulltrúa fánaríkisins,
  2. veita lögbærum yfirvöldum í næstu viðkomuhöfn viðeigandi upplýsingar.

Að því er varðar málefni, sem varða samþykkt um vinnuskilyrði farmanna, skal Samgöngustofa eiga rétt á að senda afrit af skýrslu skoðunarmannsins, en í henni eiga að fylgja öll svör sem kunna að hafa borist innan tilskilins frests frá lögbæru yfirvaldi fánaríkisins, til forstjóra Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar með aðgerðir í huga, sem kunna að teljast viðeigandi og ráðlegar, til að tryggja að haldin sé skrá yfir slíkar upplýsingar og þeim komið á framfæri við aðila sem kynnu að hafa áhuga á að nýta sér viðeigandi málskotsúrræði.

5. gr.

18. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:

Kvartanir.

1. Samgöngustofa skal senda allar kvartanir í frummat með hraði. Á grunni slíks mats skal ákveða hvort kvörtun sé réttlætanleg.

2. Samgöngustofa grípur til nauðsynlegra aðgerða, í tengslum við kvörtun, reynist hún réttlætanleg og skal einkum tryggja að allir sem kvörtunin varðar með beinum hætti geti komið sjónarmiðum sínum að.

3. Komist Samgöngustofa að þeirri niðurstöðu að kvörtun sé augljóslega tilefnislaus skal upplýsa kvartanda um ástæður hennar.

4. Óheimilt er að upplýsa skipstjóra eða eiganda skips um deili á kvartanda. Skoðunarmaður skal sjá til þess að trúnaðarleynd sé virt, ef viðtöl eru tekin við skipverja.

5. Samgöngustofa skal upplýsa yfirvöld í fánaríki skips um kvartanir sem eru ekki augljóslega tilefnislausar og um eftirfylgniaðgerðir sem gripið er til og senda afrit til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ef við á.

6. gr.

Á eftir 18. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 18. gr. a, ásamt fyrirsögn og orðast svo:

18. gr. a

Málsmeðferð um kvörtun farmanns í landi
samkvæmt samþykkt um vinnuskilyrði farmanna.

1. Heimilt er að tilkynna kvörtun farmanns til skoðunarmanns í þeirri höfn sem skip farmannsins á viðkomu, þar sem gefið er í skyn að brotið sé á kröfum samþykktar um vinnuskilyrði farmanna (þar með talið á réttindum farmanna). Í slíkum tilvikum skal skoðunarmaður standa fyrir frumrannsókn málsins.

2. Frumrannsókn skal, eftir því sem við á með tilliti til kvörtunarinnar, fela í sér athugun á hvort málsmeðferð kvörtunar um borð, sem kveðið er á um í reglu 5.1.5 í samþykkt um vinnuskilyrði farmanna, hafi verið fylgt eftir. Skoðunarmanni er einnig heimilt að framkvæma nákvæmari skoðun í samræmi við 13. gr. þessarar reglugerðar.

3. Skoðunarmaður skal, eftir því sem við á, leitast við að fundin verði lausn á kvörtun um borð í skipinu.

4. Þegar rannsóknin eða skoðunin leiðir í ljós frávik, sem fellur undir gildissvið 19. gr., skal farið eftir ákvæðum þeirrar greinar.

5. Ef ákvæði 4. mgr. þessarar greinar á ekki við og ef ekki hefur verið fundin lausn á kvörtun farmanns um borð í skipinu, í tengslum við mál sem falla undir samþykkt um vinnuskilyrði farmanna skal skoðunarmaður þegar í stað tilkynna fánaríkinu um það, leita ráða, innan tilskilins frests, og fara fram á að fánaríkið leggi fram áætlun um aðgerðir til úrbóta. Senda skal skýrslu á rafrænu formi um allar skoðanir, sem hafa verið framkvæmdar, til skoðunargagnagrunnsins sem um getur í 24. gr.

6. Ef ekki finnst lausn á kvörtuninni, í kjölfar aðgerða sem gripið hefur verið til skv. 5. mgr., skal Samgöngustofa senda afrit af skýrslu skoðunarmannsins til forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Skýrslunni skulu fylgja öll svör sem berast frá lögbæru yfirvaldi fánaríkisins innan tilskilins frests. Viðkomandi samtök farmanna og skipaeigenda í hafnarríkinu skulu upplýst með svipuðum hætti. Auk þess skal hafnarríkið senda forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar hagskýrslur og upplýsingar reglulega um kvartanir þar sem lausn hefur fundist.

Þessi gögn skulu lögð fram til að tryggja að á grunni slíkra aðgerða, sem kunna að teljast viðeigandi og ráðlegar, sé haldin skrá yfir slíkar upplýsingar og henni komið á framfæri við aðila, þ.m.t. samtök farmanna og skipaeigenda, sem kynnu að hafa áhuga á að nýta sér viðeigandi málskotsúrræði.

7. Ákvæði þessarar greinar gilda sbr. fyrirvara í 18. gr. Fjórða málsgrein 18. gr. gildir einnig um kvartanir sem tengjast málefnum sem falla undir samþykkt um vinnuskilyrði farmanna.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:

a. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

2.a Ef um er að ræða aðbúnað og vinnuskilyrði um borð, sem augljóslega stofna öryggi, heilbrigði eða vernd farmanna í hættu, eða annmarka sem fela í sér alvarleg eða endurtekin brot á kröfum samþykktar um vinnuskilyrði farmanna (þ.m.t. á réttindum farmanna), skal Samgöngustofa tryggja að farbann sé lagt á skipið eða að starfsemi, sem innt var af hendi þegar annmarkarnir uppgötvuðust, verði stöðvuð.

Úrskurði um farbann eða stöðvun starfsemi skal ekki aflétt fyrr en ráðin hefur verið bót á þessum annmörkum eða Samgöngustofa hefur samþykkt aðgerðaáætlun um að ráða bót á þessum annmörkum og hefur fullvissað sig um að áætlunin verði framkvæmd með skjótum hætti. Áður en skoðunarmaður samþykkir aðgerðaáætlun getur hann haft samráð við fánaríkið.

b. 6. mgr. orðast svo:

6. Ef farbann er lagt á skip skal Samgöngustofa þegar í stað tilkynna það skriflega, og láta fylgja skýrslu um skoðunina, til stjórnvalds fánaríkis eða, þegar það er ekki hægt, til ræðismanns eða, í fjarveru hans, til næsta sendifulltrúa þessa ríkis, um þær ástæður sem ollu því að íhlutun var talin nauðsynleg. Auk þess skal, þegar það á við, einnig tilkynna um tilnefnda skoðunarmenn eða viðurkenndar stofnanir sem bera ábyrgð á útgáfu flokkunarskírteina eða lögboðinna skírteina í samræmi við samninga. Enn fremur skal Samgöngustofa tafarlaust, ef komið er í veg fyrir að skip sigli sökum alvarlegra eða endurtekinna brota á kröfum samþykktar um vinnuskilyrði farmanna (þ.m.t. á réttindum farmanna) eða sökum þess að aðbúnaður og vinnuskilyrði um borð stofna augljóslega öryggi, heilbrigði eða vernd farmanna í hættu, tilkynna fánaríkinu um það og bjóða fulltrúa fánaríkisins að vera viðstaddur, ef unnt er, með ósk um að fánaríkið svari innan tilskilins frests. Samgöngustofa skal einnig þegar í stað upplýsa viðkomandi samtök farmanna og skipaeigenda í hafnarríkinu þar sem skoðunin fór fram.

8. gr.

2. mgr. 27. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Framkvæmdastjórn ESB ákveður fyrirkomulag um birtingu upplýsinganna sem um getur í 1. mgr.

9. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á lið 2B í II. hluta I. viðauka við reglugerðina:

a. Fimmti undirliður orðast svo:

- skip, þar sem skýrsla eða kvörtun, þ.m.t. kvörtun í landi, hefur borist frá skipstjóra, skipverja eða einstaklingi eða stofnun, sem á réttmætra hagsmuna að gæta varðandi örugga starfsemi skips, aðbúnað og vinnuskilyrði um borð eða mengunarvarnir, nema Samgöngustofa telji slíka skýrslu eða kvörtun augljóslega ekki á rökum reista.

b. Nýr undirliður bætist við:

- skip, þar sem samþykkt hefur verið aðgerðaáætlun, til að ráða bóta á annmörkum, eins og um getur í 2. mgr. a í 19. gr., en skoðunarmaður hefur ekki haft eftirlit með framkvæmd áætlunarinnar.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á IV. viðauka:

a. 14., 15. og 16. töluliðir orðast svo:

  1. Læknisvottorð (sjá samþykkt um vinnuskilyrði farmanna frá 2006).
  2. Tafla með upplýsingum um vinnutilhögun um borð í skipum (sjá samþykkt um vinnuskilyrði farmanna frá 2006 og STCW-samþykkt frá ´78/95).
  3. Skrár yfir vinnu- og hvíldartíma farmanna (sjá samþykkt um vinnuskilyrði farmanna frá 2006).

b. Eftirfarandi töluliður bætast við:

  1. Skírteini um vinnuskilyrði farmanna.
  2. Yfirlýsing um samræmi við reglur um vinnuskilyrði farmanna, I. og II. hluti.
  3. Alþjóðlegt skírteini fyrir gróðurhindrandi efni og/eða búnað.
  4. Tryggingarskírteini eða einhver önnur fjárhagsleg trygging gegn skaðabótaábyrgð vegna tjóns af völdum mengunar sem stafar frá eldsneytisolíu skipa.

11. gr.

Eftirfarandi töluliðir bætast við upptalningu í A-hluta V. viðauka:

  1. Umbeðin skjöl, samkvæmt samþykkt um vinnuskilyrði farmanna eru ekki lögð fram, er ekki viðhaldið, eru fölsuð eða, ef þau skjöl sem lögð eru fram, innihalda ekki þær upplýsingar sem krafist er, samkvæmt samþykkt um vinnuskilyrði farmanna, frá 2006, eða eru að öðru leyti ógild.
  2. Aðbúnaður og vinnuskilyrði um borð í skipinu eru ekki í samræmi við kröfur samþykktar um vinnuskilyrði farmanna.
  3. Rökstudd ástæða er til að ætla að skipið hafi skipt um fána í því skyni að forðast að uppfylla kröfur samþykktar um vinnuskilyrði farmanna.
  4. Kvartanir liggja fyrir þar sem gefið er í skyn að tiltekinn aðbúnaður og vinnuskilyrði um borð í skipinu séu ekki í samræmi við kröfur samþykktar um vinnuskilyrði farmanna.

12. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á lið 3.10 í X. viðauka:

a. Fyrirsögnin verður eftirfarandi:

Svið samkvæmt samþykktinni um vinnuskilyrði farmanna frá 2006.

b. Eftirfarandi töluliðir bætast við upptalninguna:

  1. Aðstæður um borð stofna augljóslega öryggi, heilbrigði eða vernd farmanna í hættu.
  2. Frávikið felur í sér alvarlegt eða endurtekið brot á kröfum samþykktar um vinnuskilyrði farmanna (þ.m.t. á réttindum farmanna), í tengslum við aðbúnað og vinnuskilyrði farmanna um borð í skipinu, eins og mælt er fyrir um í skírteini skipsins um vinnuskilyrði farmanna og yfirlýsingu um samræmi við reglur um vinnuskilyrði farmanna.

13. gr. Innleiðing á EES-gerð.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/38/ESB frá 12. ágúst 2013 um breytingu á tilskipun 2009/16/EB um hafnarríkiseftirlit.

14. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 4. mgr. 1. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 7. ágúst 2015.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Björn Freyr Björnsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.