Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Stofnreglugerð

666/2015

Reglugerð um rekstrartakmarkanir vegna hljóðmengunar á flugvöllum sem staðsettir eru á Evrópska efnahagssvæðinu.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðarinnar er að koma á virkri stefnu í stjórnun hávaða með tilliti til hagsmuna borgara á Evrópska efnahagssvæðinu, sem og annarra hagsmunaaðila.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um flugvelli þar sem flughreyfingar (komur og brottfarir) loftfara í almenningsflugi eru fleiri en 50.000 á almanaksári, að teknu tilliti til meðaltals síðustu þriggja almanaksára.

3. gr. Lögbært yfirvald.

Samgöngustofa telst lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari og sér um eftirlit með framkvæmd hennar.

4. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð þingsins og ráðsins (EU) nr. 598/2014 frá 16. apríl 2014 um setningu reglna og ferla til þess að koma á rekstrartakmörkunum vegna hljóðmengunar á Sambandsflugvöllum og sem fellir úr gildi tilskipun þingsins og ráðsins nr. 2002/30/EBE, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 287 frá 12. desember 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 8 frá 5. febrúar 2015 bls. 597-610.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. mgr. 56. gr. sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 13. júní 2016.

Með gildistöku reglugerðar þessarar fellur reglugerð nr. 1029/2009 um rekstrartakmarkanir á flugvöllum vegna hávaða úr gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 3. júlí 2015.

F. h. r.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Einar Brynjarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.