Fara beint í efnið

Prentað þann 19. apríl 2024

Stofnreglugerð

190/2015

Reglugerð um afnám eftirlits með flutningum á vegum og skipgengum vatnaleiðum sem fram fer á landamærum aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja frjálst flæði umferðar um vegi og vatnaleiðir innan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um för ökutækja og skipa á vegum eða vatnaleiðum milli aðliggjandi ríkja inna Evrópska efnahagssvæðisins. Gildissvið reglugerðarinnar er nánar skilgreint í 1. - 3. gr. reglugerðar (EB) nr. 1100/2008 um afnám eftirlits með flutningum á vegum og skipgengum vatnaleiðum sem fram fer á landamærum aðildarríkjanna.

3. gr. Lögbært yfirvald.

Samgöngustofa telst lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari.

4. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1100/2008 frá 22. október 2008 um afnám eftirlits með flutningum á vegum og skipgengum vatnaleiðum sem fram fer á landamærum aðildarríkjanna, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2009 frá 17. mars 2009, sem birt var á íslensku í EES-viðbæti nr. 36 þann 12. júní 2014, bls. 322.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 63., 67. og 68. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 9. febrúar 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.