Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

912/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 342/2013 um þróun upplýsinga- og fjarskiptatækni til notkunar fyrir skynvædd samgöngukerfi (ITS).

1. gr.

Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi málsgrein:

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir (ESB) með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð (ESB) nr. 305 frá 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/40/ESB að því er varðar samræmda veitingu rekstrarsamhæfðs neyðarnúmers fyrir ökumenn á vegum (e. eCall) innan alls Evrópusambandsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 132 frá 2012, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 25. september 2014, bls. 506.
  2. Reglugerð (ESB) nr. 885 frá 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/40/ESB að því er varðar veitingu upplýsingaþjónustu um örugg og áreiðanleg bílastæði fyrir vörubifreiðar og atvinnuökutæki innan alls Evrópusambandsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50 frá 2014 birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 1046.
  3. Reglugerð (ESB) nr. 886 frá 2013 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/40/ESB að því er varðar gögn og málsmeðferðarreglur svo veita megi, þar sem því verður við komið, almennar lágmarksupplýsingar sem tengjast umferðaröryggi án endurgjalds fyrir notendur, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 50 frá 2014 birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 10. apríl 2014, bls. 467.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 45. gr. vegalaga nr. 80/2007, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 15. október 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.