Innanríkisráðuneyti

816/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 929/2006 um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota.

1. gr.

Ákvæði um vægi brota í punktakerfi samkvæmt skrá í viðauka vegna brota á ákvæðum umferðarlaga eða reglum samkvæmt þeim breytist þannig í stað skrár um vægi brota í punktakerfi kemur ný skrá, svohljóðandi:

Lagagrein

Tegund brots

Punktafjöldi

     

5. gr.

Leiðbeiningar fyrir umferð.

 

1. - 2. mgr.:

Ekið gegn rauðu umferðarljósi

2

 

Ekið gegn einstefnu

1

 

Bann við framúrakstri eigi virt

1

3. mgr.:

Óhlýðni ökumanns við leiðbeiningum lögreglu

2

     

10. gr.

Skyldur við umferðaróhapp.

 

1. mgr.:

Eigi numið staðar og veitt hjálp

2

2. mgr.:

Vanrækt að tilkynna lögreglu um slys

2

     

13. gr.

Notkun akbrauta.

 

1. mgr.:

Ekið eftir gangstétt eða gangstíg

1

     

17. gr.

Að snúa ökutæki, aka aftur á bak og skipta um akrein.

 

1. mgr.:

Ökutæki bakkað eða snúið við þannig að hætta eða óþægindi skapast fyrir aðra

1

     

18. gr.

Akstur við biðstöð hópbifreiða o.fl.

 

1. mgr.:

Eigi virtur forgangur hópbifreiðar til aksturs frá biðstöð

1

2. mgr.:

Eigi sýnd sérstök aðgát í námunda við merkta skóla­bifreið sem hefur stansað o.fl.

1

     

19. gr.

Þegar ökutæki mætast.

 

1. mgr.:

Eigi vikið nægilega eða dregið úr hraða

1

     

20. gr.

Framúrakstur.

 

1. mgr.:

Ekið hægra megin fram úr

1

 

Ekið vinstra megin fram úr ökutæki sem er að sveigja til vinstri

1

2. mgr.:

Eigi sýnd nægileg varúð við framúrakstur (a-d liðir)

1

     

21. gr.

   

1. mgr.:

Eigi vikið nægilega eða framúrakstur torveldaður

1

     

22. gr.

Bann við framúrakstri.

 

1. mgr.:

Ekið fram úr við eða á vegamótum

1

2. mgr.:

Ekið fram úr þegar vegsýn er skert

1

     

24. gr.

Framúrakstur við gangbraut.

 
 

Ekið fram úr rétt áður en komið er að gangbraut eða á henni

2

     

25. gr.

Skylda til að veita öðrum forgang.

 

2. mgr.:

Eigi virt:

 
 

- biðskylda

1

 

- stöðvunarskylda

2

4. mgr.:

Eigi virtur almennur forgangur á vegamótum o.fl. (hægri reglan)

2

     

26. gr.

Sérstakar skyldur gagnvart gangandi vegfarendum.

 

5. - 6. mgr.:

Gangbrautarréttur eigi virtur

2

     

32. gr.

Ljósanotkun.

 

2. mgr.:

Ökuljós eigi tendruð þegar birta er ófullnægjandi

1

     

36. gr.

Almennar reglur um ökuhraða.

 

1. - 3. mgr.:

Ökuhraði eigi miðaður við aðstæður

2

     

37. - 38. gr.

Almennar hraðatakmarkanir og ökuhraði sérstakra gerða ökutækja.

 
 

Hámarkshraði 30-35 km/klst.:

 
 

Ekið 16-20 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

1

 

Ekið 21-25 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

2

 

Ekið 26 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarks­hraða

3

 

Hámarkshraði 40 km/klst.:

 
 

Ekið 21-25 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

1

 

Ekið 26-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

2

 

Ekið 31 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarks­hraða

3

 

Hámarkshraði 50-60 km/klst.:

 
 

Ekið 26-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

1

 

Ekið 31-35 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

2

 

Ekið 36 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarks­hraða

3

 

Hámarkshraði 70 km/klst.:

 
 

Ekið 26-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

1

 

Ekið 31-40 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

2

 

Ekið 41 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarks­hraða

3

 

Hámarkshraði 80-90 km/klst.:

 
 

Ekið 21-30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

1

 

Ekið 31-40 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða

2

 

Ekið 41 km/klst. eða meira yfir leyfilegum hámarks­hraða

3

     

41. gr.

Bifhjól.

 
 

Brot á sérreglum fyrir bifhjól

1

     

47. gr. a

Notkun farsíma við akstur.

 

1. mgr.:

Notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bif­reiðar

1

     

48. gr.

Ökupróf og ökuskírteini.

 

1. mgr.:

Akstur bifreiðar eða bifhjóls án þess að hafa öðlast öku­rétt:

 
 

- í fyrsta sinn

1

 

- í annað sinn

2

     

71. gr.

Öryggisbelti.

 

1. mgr.:

Öryggisbelti ekki notað

1

2. mgr.:

Sérstakur öryggisbúnaður fyrir barn ekki notaður

1

6. mgr.:

Þess eigi gætt að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- eða verndarbúnað skv. 1. - 4. mgr.

1

     

72. gr.

Hlífðarhjálmar.

 

1. mgr.:

Viðurkenndur hlífðarhjálmur ekki notaður

1

2. mgr.:

Þess eigi gætt að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðar­hjálm

1

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 52. gr. og 2. mgr. 101. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 28. ágúst 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica