Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

292/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 866/2011, um öryggisstjórnun vegamannvirkja.

1. gr.

5. gr. breytist þannig:

  1. Í stað orðsins "eða" í fyrirsögn kemur: og.
  2. Greinin verði svohljóðandi:

Vegagerðin skal, á a.m.k. þriggja ára fresti, raða köflum vega sem eru hluti af sam­evrópska vegakerfinu eftir fjölda slysa og slysatíðni í þeim tilgangi að finna þá kafla þar sem umferðaröryggisaðgerðir skila mestum árangri.

Vegagerðin skal sjá til þess að vegarkaflar, þar sem slys eru mörg og slysatíðni er há, séu metnir af sérfræðingum, sem fara á vettvang ef þörf er á, og greina þau atriði sem geta átt þátt í slysum, eins og nánar er kveðið á um í verklagsreglum Vegagerðarinnar um umferðaröryggisstjórnun sem birtar eru sem fylgiskjal 1 með reglugerð þessari. A.m.k. einn sérfræðinganna skal uppfylla þau skilyrði sem kveðið er á um í 1. mgr. 7. gr. Varðandi forgangsröðun aðgerða er vísað til áðurnefndra verklagsreglna.

2. gr.

7. gr. verði svohljóðandi:

Til að öðlast starfsleyfi sem umferðaröryggisrýnir skal viðkomandi hafa viðeigandi reynslu eða þjálfun í vegahönnun, tæknivinnu á sviði umferðaröryggis og slysagreiningu og ljúka námskeiði í samræmi við námskrá sem Vegagerðin hefur látið semja og staðfest hefur verið af ráðherra.

Samgöngustofa annast útgáfu hæfisskírteina til þeirra sem uppfylla skilyrði til að sinna starfi umferðaröryggisrýnis.

Umferðaröryggisrýnar skulu viðhalda þekkingu sinni með því að taka reglulega þátt í endurmenntunarnámskeiðum.

Á þeim tíma sem rýni fer fram má rýnir ekki taka þátt í hugmyndavinnu eða rekstri við­komandi vegamannvirkis.

Frá og með 1. október 2013 skal umferðaröryggisrýni einungis framkvæmd af rýnum sem gengist hafa undir þjálfun, sbr. 1. mgr.

3. gr.

Í stað orðsins "eða" í III. lið í 8. gr. kemur: og.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með vísan til 2. mgr. 46. gr. vegalaga nr. 80/2007 og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 30. janúar 2014.

Hanna Birna Kristjándóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)
Þetta vefsvæði byggir á Eplica