Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

1043/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1051 15. desember 2006, um starfsstig innan lögreglunnar.

1. gr.

Í stað orðsins "dómsmálaráðherra" í 1. málslið 3. gr. og 1. mgr. og 3. mgr. 15. gr. kemur: innanríkisráðherra.

2. gr.

Við 4. mgr. 15. gr. bætist nýr málsliður: Ríkislögreglustjóri staðfestir skipurit lögreglu­embætta, þar með talið Lögregluskóla ríkisins.

3. gr.

Í stað 5. mgr. 15. gr. kemur ný málsgrein: Ríkislögreglustjóri sendir staðfest skipurit ásamt greinargerð sinni til innanríkisráðherra til upplýsinga.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, með síðari breytingum, öðlast gildi þegar í stað.

Innanríkisráðuneytinu, 1. nóvember 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica