Innanríkisráðuneyti

1045/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.

1. gr.

Hvar sem orðið "Umferðarstofa", í hvaða beygingarfalli sem er, kemur fyrir í reglu­gerðinni, komi í viðeigandi beygingarfalli: Samgöngustofa.

2. gr.

"INNGANGUR, GILDISSVIÐ OG MARKMIÐ" breytist þannig:

Ný málsgrein komi í lok ákvæðisins, sem orðist svo:

Hvar sem í reglugerðinni er kveðið á um að tiltekið atriði teljist fullnægjandi ef það upp­fyllir ákvæði ESB-gerðar, skal samsvarandi UN-ECE reglugerð einnig teljast full­nægj­andi, ef slíkt kemur fram í töflu viðauka II.

3. gr.

1. gr. breytist þannig:

a. Ákvæði 01.72 (1) breytist þannig að í stað núverandi skilgreiningar á Torfæruhjóli III, komi ný skilgreining sem orðast svo:

 

III: Torfæruhjól á fjórum hjólum búið:

 

a.

brunahreyfli með slagrými ekki yfir 50 sm³ og með neistakveikju (rafkveikju) eða

 

b.

öðrum brunahreyfli með hámarksnettóaflsafköst sem fer ekki yfir 4 kW eða

 

c.

rafhreyfli með samfellt hámarksnafnafl sem fer ekki yfir 4 kW.



b. Á eftir ákvæði 01.105 bætist við nýtt ákvæði, sem orðast svo:

01.106

Ökutæki til ökukennslu.

(1)

Ökutæki sem notað er til ökukennslu og uppfyllir kröfur IV. viðauka reglu­gerðar um ökuskírteini nr. 830/2011, með áorðnum breytingum.

4. gr.

5. gr. breytist þannig:

Í ákvæði 05.20 (2) skal í stað "bifhjól III-V" koma: bifhjól í flokki L5e, L6e og L7e.

5. gr.

6. gr. breytist þannig:

a. Í ákvæði 06.20 (5) skal í stað "bifhjól II-V" koma: bifhjól í flokki L4e, L5e, L6e og L7e.

b. Í ákvæði 06.20 (6) skal í stað "bifhjól II-V" koma: bifhjól í flokki L4e, L5e, L6e og L7e.

c. Í ákvæði 06.22 (1) skal í stað "þungu bifhjóli I og II" koma: bifhjóli í flokki L3e og L4e.

d. Í ákvæði 06.22 (2) skal í stað "þungu bifhjóli III-V" koma: bifhjóli í flokki L5e, L6e og L7e.

6. gr.

7. gr. breytist þannig:

a. Í ákvæði 07.20 (1) skal í stað "bifhjól II-V" koma: bifhjól í flokki L4e, L5e, L6e og L7e.

b. Í ákvæði 07.20 (4) skal í stað "bifhjóli II-V" koma: bifhjóli í flokki L4e, L5e, L6e og L7e.

c. Í ákvæði 07.20 (5) skal í stað "bifhjól II-V" koma: bifhjól í flokki L4e, L5e, L6e og L7e.

d. Í ákvæði 07.22 (1) skal í stað "þungt bifhjól II-V" koma: bifhjól í flokki L4e, L5e, L6e og L7e.

7. gr.

9. gr. breytist þannig:

a. Í ákvæði 09.20 (2) skal í stað "bifhjóli II-V" koma: bifhjóli í flokki L4e, L5e, L6e og L7e.

b. Í ákvæði 09.22 (1) skal í stað "bifhjól II-V, sbr. lið 01.22" koma: bifhjóli í flokki L4e, L5e, L6e og L7e.

8. gr.

18. gr. breytist þannig:

a. Í ákvæði 18.21 (3) skal í stað "Létt bifhjól I og II (L1e og L2e)" koma: Létt bifhjól í flokki L1e og L2e.

b. Í ákvæði 18.22 (1) skal í stað "Þungt bifhjól I og II (L3e og L4e)" koma: Bifhjól í flokki L3e og L4e.

c. Í ákvæði 18.22 (1) skal í stað "Þungt bifhjól III, IV og V (L5e, L6e og L7e)" koma: Bifhjól í flokki L5e, L6e og L7e.

9. gr.

24. gr. breytist þannig:

Ákvæði 24.10 (3) orðist svo:

Öryggis- og verndarbúnaður barna skal uppfylla kröfur samkvæmt reglum efnahags­nefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, UN-ECE-reglur nr. 44.04, sbr. og til­skipun 77/541/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi öryggisbelti og aðhalds­búnað í vélknúnum ökutækjum að tækniframförum, með síðari uppfærslum regln­anna og til­skipunarinnar.

10. gr.

Núverandi viðauki II fellur brott og í stað hans kemur nýr viðauki II, sem birtur er með reglugerð þessari.

11. gr.

Viðauki IV breytist þannig:

Undir fyrirsögninni "bifreiðar og eftirvagnar":

a. Í tölulið 45zu við tilskipun 692/2008/EB á eftir tilskipun 459/2012/ESB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), komi:

630/2012/ESB

L 182, 13.7.2012

Birt í EES-viðbæti nr. 28, 16.5.2013, bls. 439.

143/2013/ESB

L 47, 20.2.2013

Birt í EES-viðbæti nr. 56, 10.10.2013, bls. 1212.



b. Í tölulið 45zx við tilskipun 2007/46/EB á eftir tilskipun 65/2012/ESB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), kemur:

1229/2012/ESB

L 353, 21.12.2012

Birt í EES-viðbæti nr. 37, 27.6.2013, bls. 13.

143/2013/ESB

L 47, 20.2.2013

Birt í EES-viðbæti nr. 56, 10.10.2013, bls. 1212.



Undir fyrirsögninni "dráttarvélar":

a. Í tölulið 19 við tilskipun 86/297/EBE á eftir tilskipun 2010/62/ESB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), komi:

2012/24/ESB

L 274, 09.10.2012

Birt í EES-viðbæti nr. 28, 16.5.2013, bls. 195.



b. Í tölulið 23 við tilskipun 2009/144/EB á eftir tilskipun 2010/62/ESB (í reitina "síðari viðbætur", "Stjórnartíðindi EB" og "EES-birting"), komi:

2013/8/ESB

L 56, 28.02.2013

Birt í EES-viðbæti nr. 56, 10.10.2013, bls. 490.



12. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 60. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 13. nóvember 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica