Innanríkisráðuneyti

465/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir nr. 543 13. október 1995 með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

15. gr. orðast svo:

Verð hverrar getraunaraðar skal vera 18 kr. Íslenskar getraunir og AB Svenska Spel skulu greiða 0,65 sænskar krónur í sameiginlegan getraunapott fyrir hverja selda röð.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 2. gr. laga um getraunir nr. 59 29. maí 1972, öðlast gildi 27. maí 2013.

Innanríkisráðuneytinu, 16. maí 2013.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica