Innanríkisráðuneyti

299/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. reglugerðarinnar:

1. a.-liður orðast svo:

  1. þegar 5 ár eru liðin frá lokum afplánunar eða dæmdri skilorðsbundinni fangelsis­vist eða lokum reynslulausnar;

2. b.-liður orðast svo:

  1. þegar 3 ár eru liðin frá því aðili var dæmdur til eða gekkst undir greiðslu sektar; eða

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. reglugerðarinnar:

1.  1. mgr. orðast svo:

Farþegar skulu skimaðir með a.m.k. einni af eftirfarandi aðferðum:

  1. handleit;
  2. málmleitarhliði (WTMD);
  3. sprengjuleitarhundi, ásamt aðferðinni í a-lið; eða
  4. öryggisskanna sem ekki notar jónandi geislun.

2.  2. málsl. 2. mgr. orðast svo:

Vopnaleitarmaður getur óskað eftir að farþegi fækki klæðum frekar, eins og við á.

3.  5. mgr. orðast svo:

Áður en farþegi er skimaður með öryggisskanna skv. d.-lið 1. mgr. skal hann upplýstur um tæknina sem notuð er, skilyrði sem tengd eru notkun hennar og um val á því að hafna skimun með öryggisskanna. Farþegi skal eiga rétt á að hafna skimun með öryggisskanna. Í slíkum tilvikum skal farþegi skimaður með skimunaraðferð skv. a.-c.-lið 1. mgr., þar með talið a.m.k. handleit. Þegar öryggisskanni gefur frá sér viðvörun skal finna orsök viðvörunarinnar.

3. gr.

55. gr. orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Neyðaráætlun.

Rekstraraðili flugvallar skal sjá til þess að gerð sé neyðaráætlun vegna flugverndar í samvinnu og samráði við lögregluyfirvöld og þá aðila sem hafa hlutverki að gegna sam­kvæmt áætluninni. Haldnar skulu reglubundnar æfingar, þ.m.t. samskipta- og skrifborðs­æfingar, til að bregðast við hvers konar ógn gegn flugi. Um tíðni æfinga fer sam­kvæmt reglugerð um flugvelli og flugverndaráætlun Íslands. Rekstraraðili flugvallar skal tryggja þátttöku þeirra aðila sem hafa hlutverki að gegna við slíkar æfingar. Þeir aðilar sem rekstraraðili flugvallar boðar til slíkrar æfingar eru skyldir til þátttöku nema að fenginni undanþágu rekstraraðilans. Um frekari kröfur til neyðaráætlunar vegna flug­verndar vísast til flugverndaráætlunar Íslands.

4. gr.

N.-p.-liðir 1. mgr. 61. gr. orðast svo:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1141/2011 frá 10. nóvember 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 272/2009 um viðbætur við sameiginlegar grunn­kröfur um flugvernd í almenningsflugi að því er varðar notkun öryggis­skanna á flugvöllum í Evrópusambandinu, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 67, 29. nóvember 2012, bls. 175-176, samkvæmt ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 178/2012 frá 28. september 2012;
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1087/2011 frá 27. október 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að fram­fylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd að því er varðar grein­ingar­kerfi fyrir sprengiefni, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 67, 29. nóvem­ber 2012, bls. 513-514, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 178/2012 frá 28. september 2012; og
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1147/2011 frá 11. nóvember 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 um að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi að því er varðar notkun öryggis­skanna á flugvöllum í Evrópusambandinu, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 67, 29. nóvember 2012, bls. 515-519, samkvæmt ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 179/2012 frá 28. september 2012.

5. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmda­stjórnar­innar og Evrópuþingsins og ráðsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1141/2011 frá 10. nóvember 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 272/2009 um viðbætur við sameiginlegar grunn­kröfur um flugvernd í almenningsflugi að því er varðar notkun öryggis­skanna á flugvöllum í Evrópusambandinu, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 67, 29. nóvember 2012, bls. 175-176, samkvæmt ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 178/2012 frá 28. september 2012;
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1087/2011 frá 27. október 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 um ítarlegar ráðstafanir til að fram­fylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd að því er varðar grein­ingar­kerfi fyrir sprengiefni, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 67, 29. nóvember 2012, bls. 513-514, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 178/2012 frá 28. septem­ber 2012; og
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1147/2011 frá 11. nóvember 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 um að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd í almenningsflugi að því er varðar notkun öryggis­skanna á flugvöllum í Evrópusambandinu, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB nr. 67, 29. nóvember 2012, bls. 515-519, samkvæmt ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 179/2012 frá 28. september 2012.

Með reglugerð þessari öðlast jafnframt gildi hér á landi eftirfarandi ákvarðanir fram­kvæmda­stjórnar Evrópusambandsins, settar á grundvelli reglugerðar (EB) nr. 300/2008 frá 11. mars 2008, um sameiginlegar reglur um flugvernd, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2010)3572 lokaútgáfa frá 30. júní 2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunn­kröfum um flugvernd sem innihalda upplýsingar sem um getur í a-lið 18. gr. reglu­gerðar (EB) nr. 300/2008, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 149/2011 frá 2. desember 2011;
  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2010)9139 lokaútgáfa frá 20. desember 2010 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/774/EB frá 13. apríl 2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sam­eiginlegum grunnkröfum um flugvernd sem innihalda upplýsingar sem um getur í a-lið 18. gr. reglugerðar nr. 300/2008, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 150/2011 frá 2. desember 2011; og
  3. Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. C(2011)8042 lokaútgáfa frá 14. nóvember 2011 um breytingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/774/EB frá 13. apríl 2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sam­eigin­legum grunnkröfum um flugvernd hvað varðar notkun öryggisskanna á flug­völlum í ESB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 179/2012 frá 28. sept­ember 2012.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 70. gr. og 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 15. mars 2013.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica