Innanríkisráðuneyti

340/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. orðist svo ásamt fyrirsögn:

Aðlögunarfrestur.

Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. frestast gildistaka:

a)

ákvæða í I. viðauka (M-hluta) í fylgiskjali I, að því er varðar loftför, sem ekki eru notuð í flutningaflugi, til 28. september 2009;

b)

eftirfarandi ákvæða, þar sem fram koma kröfur um að fara eigi eftir III. viðauka (66. hluta), að því er varðar loftför, sem eru ekki notuð í flutningaflugi, að undanskildum stórum loftförum, til 28. september 2010:

 

- g-lið M.A.606 og 2. lið b-liðar M.A.801 við I. viðauka (M-hluta) í fylgiskjali I;

 

- g- og h-lið 145.A.30 við II. viðauka (145. hluta) í fylgiskjali I.Að því er varðar loftför, sem eru ekki notuð í flutningaflugi, skulu öll lofthæfi­staðfest­ingarvottorð eða sambærileg skjöl, sem gefin eru út í samræmi við almennar reglur um lofthæfi og voru í gildi 28. september 2008, vera í gildi uns gildistími þeirra er útrunninn eða til 28. september 2009, hvort sem gerist fyrst. Þegar gildistími lofthæfi­staðfest­ingarvottorðs er útrunninn er Flugmálastjórn Íslands heimilt að gefa það aftur út, eða sambærilegt skjal, tvisvar sinnum, til eins árs í senn, þó ekki lengur en til 28. september 2011. Frekari endurútgáfa eða framlenging er ekki leyfileg.

2. gr.

Við 5. gr. bætast eftirfarandi töluliðir:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 376/2007 frá 30. mars 2007 um breytingu á reglugerð nr. 2042/2003 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtækni­legra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhalds­stöðvum og starfsfólki á þessu sviði, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 90/2007 frá 6. júlí 2007. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, 2. desember 2010, bls. 561.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1056/2008 frá 27. október 2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2042/2003 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrir­tækjum og starfsfólki á þessu sviði, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 70/2009 frá 29. maí 2009. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54, 15. október 2009, bls. 46.
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 127/2010 frá 5. febrúar 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2042/2003 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrir­tækjum og starfsfólki á þessu sviði, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 140/2010 frá 10. desember 2010. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29, 19. maí 2011, bls. 47.
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 962/2010 frá 26. október 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2042/2003 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 36/2011 frá 1. apríl 2011. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 22, 14. apríl 2011, bls. 35.
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 593/2012 frá 5. júlí 2012 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2042/2003 um áframhaldandi lofthæfi loftfara og annarra framleiðsluvara, hluta og búnaðar til flugs og um samþykki fyrir fyrirtækjum og starfsfólki á þessu sviði, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 224/2012 frá 7. desember 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 14, 7. mars 2013, bls. 706.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr., 28. gr. a og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samhliða falla úr gildi reglugerðir nr. 1047/2007, 807/2009, 714/2010, 845/2011, 1105/2011 um breytingu á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.

Innanríkisráðuneytinu, 4. apríl 2013.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica