Innanríkisráðuneyti

1226/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. - Brottfallin

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur niður.

2. gr.

Á eftir 9. gr. kemur ný grein 9. gr. a. er hljóðar svo:

Skerðing framlaga.

Við útreikning jöfnunarframlaga, skv. d-lið 7. gr., a- og b-lið 8. gr., sbr. 12. og 13. gr. og 9. gr. skulu framlög til þeirra sveitarfélaga þar sem heildarskatttekjur eru a.m.k. 50% umfram landsmeðaltal, þ.e. útsvar og fasteignaskattur á hvern íbúa miðað við fullnýtingu þeirra tekjustofna, falla niður.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 2013.

Innanríkisráðuneytinu, 28. desember 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica