Innanríkisráðuneyti

514/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1186/2008 um aðgang að flugafgreiðslu á flugvöllum. - Brottfallin

1. gr.

1. málsliður 1. mgr. 1. gr. orðast svo:

Reglugerð þessi gildir um starfsemi flugafgreiðsluaðila og rekstraraðila flugvalla á flug­völlum sem opnir eru fyrir flugumferð í atvinnuskyni við eftirfarandi aðstæður:

2. gr.

Orðskýringar í 2. gr. breytast með eftirfarandi hætti:

a.

Í stað núverandi orðskýringar á Rekstraraðili flugvallar kemur eftirfarandi orð­skýring:

Rekstraraðili flugvallar (Managing body of the airport): aðili sem hefur það verksvið, jafnvel í tengslum við aðra starfsemi, samkvæmt lögum eða reglugerðum, að annast umsýslu og rekstur mannvirkja á flugvelli og samræmir og stýrir starfsemi allra rekstraraðila á flugvelli eða í viðkomandi flugvallarkerfi;

b.

Í stað núverandi orðskýringar á Veitandi flugafgreiðslu kemur eftirfarandi orð­skýring:

Veitandi flugafgreiðsluþjónustu (Supplier of groundhandling services): einstaklingur eða lögaðili sem sér um að veita þriðja aðila eina eða fleiri tegundir flug­afgreiðslu­þjónustu.

c.

Við greinina bætist ný orðskýring sem orðast svo:

Samþykki: heimild eftirlitsstjórnvalds til handa einstaklingi eða lögaðila til að veita eina eða fleiri tegundir flugafgreiðsluþjónustu í samræmi við skilyrði samþykkis.

3. gr.

2. málsliður 3. gr. orðast svo:

Flugmálastjórn Íslands veitir samþykki til einstaklinga eða lögaðila til að annast eina eða fleiri tegundir flugafgreiðsluþjónustu og annast tilkynningar til Eftirlitsstofnunar EFTA á grundvelli reglugerðarinnar, nema annað sé tekið fram.

4. gr.

Við 5. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:

Rekstraraðili flugvallar skal tilkynna nefnd flugvallarnotenda um ákvarðanir sem eru teknar samkvæmt 11.-13. gr. (áður 14. gr.).

5. gr.

1. mgr. 6. gr. orðast svo:

Rekstraraðili flugvallar skal tryggja veitendum flugafgreiðslu sem hlotið hafa samþykki, frjálsan aðgang að markaðinum til að veita þriðja aðila þessa þjónustu.

6. gr.

a.

Í stað orðana "samgönguráðuneytisins" og "Samgönguráðuneytinu" í 2. og 3. mgr. 11. gr. kemur: ráðherra.

b.

Í stað orðsins "samgönguráðuneytisins" í 1. mgr. 20. gr. kemur: ráðherra.7. gr.

Í stað núverandi 14. gr. kemur ný grein með fyrirsögn sem orðast svo:

Samþykki.

Sá sem hyggst veita eina eða fleiri tegundir flugafgreiðsluþjónustu eða notandi sem annast eigin afgreiðslu á flugvelli skal afla samþykkis stjórnvalds skv. 3. gr. áður en veiting þjónustu hefst.

Áður en samþykki er veitt skal umsækjandi sýna fram á:

a)

trausta fjárhagsstöðu og getu í þrjá mánuði frá upphafi rekstrar til að standa undir föstum útgjöldum og rekstrarkostnaði, án þess að tekið sé tillit til hvers konar tekna af rekstrinum,

b)

fullnægjandi ábyrgðartryggingu,

c)

að fyrir liggi rekstrarhandbók sem hefur að geyma skipurit og upplýsingar um starfsmenn í stjórnunarstöðum og lýsingu á ábyrgð og skyldum þeirra og sýnt er fram á að uppfylltar séu kröfur er varða flugvernd, öryggi mannvirkja, loftfara, búnaðar og manna, svo og kröfur um vernd umhverfis, og

d)

að starfsemin samræmist annarri viðeigandi löggjöf.Heimilt er að afturkalla samþykki ef sá aðili sem annast eða hyggst veita flug­afgreiðslu­þjónustu eða flugvallarnotandi sem annast eigin afgreiðslu uppfyllir ekki skilyrðin sem um getur í 2. mgr. eða önnur ákvæði laga eða reglugerða sem um starfsem­ina gilda. Um málsmeðferð við samþykki og afturköllun samþykkis fer að öðru leyti samkvæmt stjórnsýslulögum.

Um gjald vegna samþykkis fer samkvæmt gjaldskrá Flugmálastjórnar Íslands.

8. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein sem verður 14. gr. a. sem orðast svo með fyrirsögn:

Reglur.

Rekstraraðili flugvallar skal að höfðu samráði við nefnd flugvallarnotenda samkvæmt 5. gr. setja reglur, stöðluð skilyrði eða tækniforskriftir sem veitendur flugafgreiðslu skulu uppfylla um starfsemi innan flugvallar. Reglurnar og hin stöðluðu skilyrði eða tækni­forskriftir skulu hljóta samþykki ráðherra. Heimilt er að gefa reglurnar og hin stöðluðu skilyrði eða tækniforskriftir út á ensku.

Reglurnar, stöðluðu skilyrðin eða tækniforskriftirnar skulu vera viðeigandi, hlutlægar, gagn­sæjar og án mismununar og verða að samræmast eftirfarandi meginreglum:

a)

beiting þeirra sé án mismununar gagnvart öllum þeim sem sjá um flug­afgreiðslu­þjónustu og flugvallarnotendum;

b)

í þeim skal stefnt að því markmiði sem ætlunin er að ná;

c)

þær mega á engan hátt leiða til þess í reynd að markaðsaðgangur eða frelsi til að annast eigin afgreiðslu takmarkist.Heimilt er að binda samþykki flugafgreiðsluþjónustu skilyrðum um að þeir sem sjá um flugafgreiðslu taki á sanngjarnan hátt og án mismununar þátt í að rækja skyldur um opinbera þjónustu sem mælt er fyrir um í lögum og reglum, að meðtalinni þeirri kvöð að sjá fyrir samfelldri þjónustu.

Flugmálastjórn er heimilt, eftir atvikum, að fenginni tillögu rekstraraðila flugvallar, að banna aðila sem sér um flugafgreiðsluþjónustu eða flugvallarnotanda sem annast eigin afgreiðslu að sjá um slíkt, ef sá aðili eða notandi fer ekki eftir reglunum sem honum er gert að fylgja, til að tryggja að rekstur flugvallarins sé sem hagkvæmastur.

9. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 57. gr. b, og 145. gr. loftferðalaga nr. 60/1998, með síðari breytingum öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Veitendur flugafgreiðsluþjónustu sem eru með starfsemi við gildistöku reglugerðarinnar skulu afla sér samþykkis fyrir þjónustunni í samræmi við kröfur 14. gr. innan 6 mánaða frá gildistöku reglugerðarinnar, en skulu sýna fram á fjárhagslega getu innan 6 vikna, ella gætu ákvæði 3. mgr. 14. gr. átt við.

Innanríkisráðuneytinu, 14. júní 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica