Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

712/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 254/2009, um mælifræðilegt eftirlit með ósjálfvirkum vogum.

1. gr.

1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Gildistími löggildinga voga er tvö ár, nema bílavoga sem er eitt ár.

2. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.

Bílavogir sem öðluðust löggildingu fyrir gildistöku þessarar reglugerðar halda áður útgefnum gildistíma fram að næstu löggildingu.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 31. júlí 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica