Innanríkisráðuneyti

737/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

38. gr. orðast svo:

Rekstraraðila flugvallar er heimilt, í samráði við ríkislögreglustjóra, að þjálfa og nota leitarhunda til aðstoðar við framkvæmd flugverndar á flugvöllum, svo sem við leit að sprengiefnum eða öðrum bönnuðum hlutum á flugvallarsvæði, í flugstöð eða um borð í loftfari eftir atvikum.

2. gr.

G. liður 1. mgr. 39. gr. orðast svo:

  1. hafi efnin verið keypt á flugvelli í þriðja ríki sem skráð er í flugverndaráætlun Íslands eða fylgiskjali 4-D við reglugerð (ESB) nr. 185/2010, að því tilskildu að vökvanum, úðaefninu eða gelinu sé pakkað í poka með innsigli, sem sýnir hvort átt hafi verið við hann og veitir fullnægjandi sönnun þess efnis að vökvinn, úða­efnið eða gelið hafi verið keypt á flugsvæði viðkomandi flugvallar innan 36 klukku­stunda. Undanþágurnar sem kveðið er á um í þessum lið, falla úr gildi 29. apríl 2013.

3. gr.

D. liður 1. mgr. 61. gr. orðast svo:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 720/2011 frá 22. júlí 2011 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 272/2009 um viðbót við sameiginlegar grunnkröfur um flugvernd í almenningsflugi að því er varðar að koma á skimun vökva, úða­efna og gels í áföngum á flugvöllum í Evrópusambandinu, birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi EB, nr. 24, frá 26. apríl 2012, bls. 1, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins, nr. 148/2011 frá 2. desember 2011;

4. gr.

M. liður 1. mgr. 61. gr. orðast svo:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 334/2011 frá 7. apríl 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 frá 4. mars 2010 um ítarlegar ráð­staf­anir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd, birt í EES-við­bæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 12, 1. mars 2012, bls. 615, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins, nr. 26/2012 frá 10. febrúar 2012.

5. gr.

1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða orðast svo:

Bakgrunnsskoðunum áhafna samkvæmt V. kafla skal lokið eigi síðar en 1. janúar 2013.

6. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins nr. 334/2011 frá 7. apríl 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 185/2010 frá 4. mars 2010 um ítarlegar ráðstafanir til að framfylgja sameiginlegum grunnkröfum um flugvernd, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 12, 1. mars 2012, bls. 615, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka EES-samningsins nr. 26/2012 frá 10. febrúar 2012; með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 70. gr. og 70. gr. d, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 14. ágúst 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica