Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

314/2012

Reglugerð um innleiðingu reglugerða framkvæmdastjórnar ESB varðandi hafnarríkiseftirlit.

1. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 801/2010 frá 13. september 2010 um framkvæmd 3. mgr. 10. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/16 að því er varðar viðmiðanir fánaríkis, sem vísað er til í 56bd í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2011 frá 21. október 2011 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 801/2010 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 2. febrúar 2012, bls. 207 og verður hluti af reglugerð þessari.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 802/2010 frá 13. september 2010 um framkvæmd 3. mgr. 10. gr. og 27. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/16 að því er varðar frammistöðu félags, sem vísað er til í 56be í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 119/2011 frá 21. október 2011 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 802/2010 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 7 frá 2. febrúar 2012, bls. 210 og verður hluti af reglugerð þessari.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. mgr. 1. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 47/2003 um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 16. mars 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica