Leita
Hreinsa Um leit

Innanríkisráðuneyti

1258/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvelli nr. 464/2007.

1. gr.

Við 1. gr. bætist meðfylgjandi orðskýring:

Björgunar- og slökkviþjónusta (Rescue and Fire fighting): Með björgunar- og slökkviþjónustu er vísað til fyrsta viðbragðs, sem flugvellir skulu veita ef kviknar í loftfari á eða við flugvöll í kjölfar flugslyss þar til aðrir viðbragðsaðilar koma á vettvang og taka við stjórn aðgerða. Björgunar- og slökkviþjónusta sem flugvöllum er skylt að veita skv. þessari reglugerð er flugöryggisleg þjónusta og er umfram þá þjónustu sem ríki og sveitarfélagi er skylt að sinna. Björgunar- og slökkviþjónusta skv. þessari reglugerð er til þess að sinna fyrsta viðbragði, slökkva elda í loftfari, verja flóttaleiðir og skapa lífvænlegar aðstæður í loftfari. Þjálfun, tækjabúnaður og mönnun skal byggð á kröfum í viðauka 14 við Chicago-sáttmálann, en björgunar- og slökkviþjónusta flugvallar er einnig heimilt að bregðast við ef eldur kviknar í mannvirkjum á flugvelli svo framarlega sem það hefur ekki áhrif á skyldu þeirra til að bregðast við ef kviknar í loftfari.

2. gr.

Orðin "björgunar- og slökkviþjónusta" komi, í viðeigandi falli, í stað eftirfarandi:

  1. orðanna "slökkvi- og björgunarþjónustu" í 3. mgr. 45. gr.,
  2. orðanna "björgun og slökkviaðgerðir" í fyrirsögn gr. 2.11 í VI. hluta,
  3. orðanna "björgunar- og slökkviliðsþjónustu" í aths. við gr. 2.11 í VI. hluta,
  4. orðanna "björgunar- og slökkvilið" í aths. við gr. 9.1.3 í VI. hluta,
  5. orðanna "björgun og slökkviaðgerðir" í fyrirsögn gr. 9.2 í VI. hluta,
  6. orðanna "björgunar- og slökkviliðsþjónustu" í aths. við gr. 9.2.1 í VI. hluta,
  7. orðanna "björgunar- og slökkvilið" í gr. 9.6.1 í VI. hluta.

3. gr.

Við 10. gr. bætist nýr töluliður, sem orðist svo:

6. Lýsing á björgunar- og slökkviþjónustu ef við á, skipulagi og ábyrgð.

4. gr.

Við staflið c, 3. töluliðar, D-hluta, 20. gr. bætist eftirfarandi málsliður:

Neyðaráætlun skal prófuð í heild sinni á að lágmarki tveggja ára fresti og minni æfingar eftir þörfum þess á milli.

5. gr.

Stafliður d, 3. töluliðar, D-hluta, 20. gr. orðist svo:

Rekstraraðili flugvallar skal tryggja samráðsvettvang allra aðila, þ.e. stofnana, fyrirtækja, félaga, samtaka og einstaklinga sem hafa hlutverki að gegna vegna slíkra atvika bæði á flugvelli og utan og skal tryggja að til staðar sé skilvirk leið til boðunar allra hlutaðeigandi aðila ásamt upplýsingum um samskiptaleiðir. Við gerð neyðaráætlunar skal rekstraraðili flugvallar hafa samráð við alla þá aðila sem hafa hlutverki að gegna auk þess sem rekstraraðili flugvallar skal halda fund með öllum aðilum minnst einu sinni á ári þar sem farið er yfir helstu atriði vegna björgunar- og slökkviþjónustu sem neyðaráætlun flugvallar tekur til.

6. gr.

4. töluliður, D-hluta, 20. gr. orðist svo:

Björgunar- og slökkvistarf. Útlistun aðstöðu, búnaðar, starfsmanna, þ.m.t. mönnunar, menntunar, þjálfunar, réttinda, líkamlegs og andlegs heilbrigðis, þrek- og þolkrafna þeirra og verklags til að standast þær kröfur sem gerðar eru til flugvallar, þ.m.t. nöfn ábyrgðaraðila.

Aths. - Umfjöllun um þessi atriði á einnig heima undir 3. lið - Neyðaráætlun flugvallar og æfingar.

7. gr.

Á eftir 25. gr. kemur ný grein, 25. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Neyðaráætlun björgunar- og slökkviþjónustu.

Neyðaráætlun fyrir flugvöll, sbr. gr. 9.1 í VI. hluta, skal vera í fullu samræmi við viðbragðsáætlun gerða á grundvelli laga um almannavarnir.

Björgunar- og slökkviþjónusta flugvallar skal sjá um fyrsta viðbragð ef flugslys eða flugatvik verður á eða við flugvöll. Stjórnandi þjónustunnar fer með stjórn aðgerða þar til aðrir viðbragðsaðilar koma á vettvang og taka við stjórn aðgerða samkvæmt neyðaráætlun flugvallarins.

Hlífðarbúnaður starfsmanna björgunar- og slökkviþjónustu, sbr. gr. 9.2.42 í VI. hluta, skal uppfylla kröfur reglugerðar um hlífðarbúnað slökkviliðsmanna eða sambærilegar kröfur sem samþykktar eru af Flugmálastjórn Íslands.

Geri björgunar- og slökkviþjónusta flugvallar ráð fyrir reykköfun, sbr. skilgreiningu í reglugerð um reykköfun og reykköfunarbúnað, þá skulu kröfur þeirrar reglugerðar gilda eftir því sem við á, eða sambærilegar kröfur sem samþykktar eru af Flugmálastjórn Íslands.

Á flugvelli í flokki I, skal á þjónustutíma, vera einn stjórnandi björgunar- og slökkviþjónustu sem skal hafa hlotið sambærilega menntun og atvinnuslökkviliðsmaður, skv. reglugerð um Brunamálaskólann sem innifelur sértæka þjálfun skv. VI. hluta reglugerðarinnar sem viðurkennd er af Flugmálastjórn Íslands. Aðrir starfsmenn björgunar- og slökkviþjónustu skulu að lágmarki vera tveir á hvern slökkvibíl. Þeir skulu hafa lokið 80 kennslust. námi áður en þeir hefja störf og síðan 540 kennslust. námi að heildarumfangi innan þriggja ára, sem innifelur sértæka þjálfun skv. VI. hluta reglugerðarinnar sem viðurkennd er af Flugmálastjórn Íslands.

Starfsmenn skv. 5. mgr. skulu hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. Starfsmenn skulu að lokinni reynsluráðningu hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið og hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi, stúdentspróf eða sambærilega menntun og reynslu verði því við komið.

Starfsmenn skulu þekkja hlutverk sín skv. neyðaráætlun flugvallarins og hafa hlotið sérstaka þjálfun í þeim, í samræmi við VI. hluta. Þeir mega sinna öðrum störfum á flugvellinum sé viðbragðstími tryggður sbr. gr. 9.2.24, 9.2.27 og 9.2.40 í VI. hluta.

8. gr.

32. gr. orðast svo ásamt fyrirsögn:

Neyðaráætlun, björgunar- og slökkviþjónusta.

Á flugvöllum í flokki II gilda kröfur skv. 25. gr. a, þó þannig að í stað krafna 5. mgr. um mönnun og menntun starfsmanna kemur eftirfarandi:

Starfsmenn björgunar- og slökkviþjónustu skulu hafa hlotið menntun hlutastarfandi slökkviliðsmanns, skv. reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna, eða sambærilega menntun sem samþykkt er af Flugmálastjórn Íslands, auk sértækrar þjálfunar sbr. greinar 9.2.38 og 9.2.39 í VI. hluta.

9. gr.

3. mgr. 38. gr. fellur brott.

10. gr.

Á eftir 38. gr. kemur ný grein, 38. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Neyðaráætlun, björgunar- og slökkviþjónusta.

Á lendingarstöðum sem þjónusta flutningaflug gilda kröfur skv. 25. gr. a, þó þannig að í stað krafna 5. mgr. um mönnun og menntun starfsmanna kemur eftirfarandi:

Starfsmenn björgunar- og slökkviþjónustu skulu hafa hlotið menntun hlutastarfandi slökkviliðsmanns, skv. reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna, eða sambærilega menntun sem samþykkt er af Flugmálastjórn Íslands, auk sértækrar þjálfunar sbr. greinar 9.2.38 og 9.2.39 í VI. hluta.

Björgunar- og slökkviþjónustu skal lýst í sérstakri áætlun þar að lútandi.

11. gr.

Inngangur VI. hluta orðist svo:

VI. HLUTI um kröfur til flugvalla byggir á 1. bindi viðauka 14 (Volume I - Aerodromes Design and Operations, Fourth Edition) við Chicago-samninginn, sem útgefinn var í júlí 2004 með breytingu 9. Stuðst hefur verið við sömu greinanúmer til að auðvelda uppfærslu og leiðréttingar. Kröfur um björgunar- og slökkviþjónusta byggja þó á fimmtu útgáfu.

Texti sem er innan sviga er yfirleitt til nánari skýringar. Texti sem kemur fyrir í hornklofa er tilvísun til efnis með nánari skýringum og leiðbeiningum. Athugasemdir og inngangar eru ekki reglugerðarkröfur.

12. gr.

Gr. 9.2 í VI. hluta orðast svo:

Almennt.

Kynning - Meginmarkmið björgunar- og slökkviþjónustu er að bjarga mannslífum í tilfelli flugslyss eða flugatviks á eða mjög nærri flugvelli. Björgunar- og slökkviþjónustan er veitt til að skapa og viðhalda lífvænlegum aðstæðum, til að sjá farþegum og áhöfn fyrir útgönguleiðum og hefja björgun þeirra sem ekki geta forðað sér án beinnar aðstoðar. Björgunin getur krafist notkunar tækja og starfsmanna annarra en eru sérstaklega ætlaðir til björgunar- og slökkvistarfa. Mikilvægustu þættirnir sem hafa áhrif á árangur björgunar úr flugslysi þar sem menn komast lífs af eru: Sú þjálfun sem menn hafa fengið, skilvirkni tækja og hversu fljótt er hægt að nýta starfslið og tæki sem ætluð eru til björgunar- og slökkvistarfa. Ekki er fjallað um kröfur til að berjast við eld í byggingum og eldsneytisbirgðastöðvum eða þekja flugbrautir með froðu.

13. gr.

Texti innan hornklofa við gr. 9.2.2 í VI. hluta fellur brott.

14. gr.

Á eftir gr. 9.2.2 í VI. hluta koma eftirfarandi greinar:

9.2.3

Varnarstig björgunar- og slökkviþjónustu flugvallar skal vera hið sama og flokkur flugvallarins skv. greinum 9.2.5 og 9.2.6, nema, þar sem fjöldi hreyfinga flugvéla í hæsta flokki, sem að jafnaði nota flugvöllinn, er færri en 700, á því samfellda þriggja mánaða tímabili sem er með mestan fjölda hreyfinga, þá má ákvarða varnarstigið einum flokki neðar en taflan segir til um.

Aths. - Hvort sem er flugtak eða lending telst hreyfing.

9.2.4

(Hér á að vera eyða).

9.2.5

Flokkur flugvallar ákvarðast út frá töflu 9-1 og byggist á lengd lengstu flugvéla sem að jafnaði nota flugvöllinn og skrokkbreidd þeirra.

Aths. - Fyrst skal ákvarða lengd flugvélanna og síðan skrokkbreidd.          Tafla 9-1. Flokkur flugvallar vegna björgunar- og slökkviþjónustu.

Flokkur
flugvallar

Heildarlengd flugvélar

Mesta
skrokkbreidd

1

0 m og lengri, þó styttri en 9 m

2 m

2

9 m og lengri, þó styttri en 12 m

2 m

3

12 m og lengri, þó styttri en 18 m

3 m

4

18 m og lengri, þó styttri en 24 m

4 m

5

24 m og lengri, þó styttri en 28 m

4 m

6

28 m og lengri, þó styttri en 39 m

5 m

7

39 m og lengri, þó styttri en 49 m

5 m

8

49 m og lengri, þó styttri en 61 m

7 m

9

61 m og lengri, þó styttri en 76 m

7 m

10

76 m og lengri, þó styttri en 90 m

8 m


9.2.6

Ef, eftir að hafa valið flokk, í samræmi við heildarlengd lengstu flugvélarinnar, skrokkbreidd flugvélarinnar er meiri en mesta skrokkbreidd skv. þriðja dálki í töflu 9-1, fyrir þann flokk, skal flugvélin flokkuð einum flokki ofar.

Aths. - Leiðbeiningar um flokkun flugvalla vegna björgunar- og slökkviþjónustu er að finna í ICAO Annex 14, Attachment A, Section 17 og í Airport Services Manual, Part 1.

9.2.7

Ef fyrirsjáanlegt er tímabil minni umferðar, skal varnarstigið ekki lækkað niður fyrir það sem þarf fyrir hæsta flokk flugvéla sem áætlað er að noti flugvöllinn á tímabilinu.

9.2.8

Að öllu jöfnu skal vera tiltækt á flugvelli bæði aðalslökkviefni (principal) og annar valkostur slökkviefnis (complementary) hér eftir kallað viðbótarslökkviefni.

Aths. - Lýsingar á slökkviefnunum er að finna í Airport Services Manual, Part 1.

9.2.9

Aðalslökkviefni skal vera:

a)

froða sem uppfyllir lágmarkskröfur A (froða af gerð A) eða

b)

froða sem uppfyllir lágmarkskröfur B (froða af gerð B) eða

c)

bæði þessi slökkviefni saman,

nema aðalslökkviefni fyrir flugvelli í flokkum 1 til 3 skal uppfylla lágmarkskröfur B.

Aths. - Upplýsingar um eðlis- og slökkvieiginleika sem froða þarf að hafa til að uppfylla lágmarkskröfur A eða B er að finna í Airport Services Manual, Part 1.9.2.10

(Hér á að vera eyða).

9.2.11

Magn vatns til froðuframleiðslu og viðbótarslökkviefnis sem skal vera til staðar í björgunar- og slökkvibílum skal vera í samræmi við flokk flugvallarins skv. greinum 9.2.3, 9.2.4, 9.2.5. 9.2.6 og töflu 9-2, nema magninu má breyta eins og hér segir:a)

á flugvöllum í flokkum 1 og 2 má skipta út vatninu að hluta eða öllu leyti fyrir viðbótarslökkviefni eða,

b)

á flugvöllum í flokkum 3 til 10, þar sem froða sem uppfyllir lágmarkskröfur A er notuð, má skipta út allt að 30% af vatninu fyrir viðbótarslökkviefni.Við útskipti eins slökkviefnis fyrir annað skal nota eftirfarandi jafngildi:

1 kg viðbótarslökkviefnis jafngildir 1,0 l vatns til framleiðslu á froðu af gerð A,

1 kg viðbótarslökkviefnis jafngildir 0,66 l vatns til framleiðslu á froðu af gerð B.

Aths. 1. Vatnsmagnið til froðuframleiðslunnar er áætlað miðað við

8,2 l/mín/m² fyrir froðu sem uppfyllir lágmarkskröfur A og

5,5 l/mín/m² fyrir froðu sem uppfyllir lágmarkskröfur B.

Aths. 2. Þegar annað viðbótarslökkviefni er notað þarf að athuga hvaða hlutfall er jafngilt.Tafla 9-2. Lágmarksmagn nýtanlegra slökkviefna.

Froða af gerð A

Froða af gerð B

Viðbótarslökkviefni

Flokkur flugvallar

Vatn (l)

Losunarhraði lausnar (l/mín.)

Vatn (l)

Losunarhraði lausnar (l/mín.)

Duft

(kg)

Losunarhraði

(kg/sek.)

1

350

350

230

230

45

2,25

2

1.000

800

670

550

90

2,25

3

1.800

1.300

1.200

900

135

2,25

4

3.600

2.600

2.400

1.800

135

2,25

5

8.100

4.500

5.400

3.000

180

2,25

6

11.800

6.000

7.900

4.000

225

2,25

7

18.200

7.900

12.100

5.300

225

2,25

8

27.300

10.800

18.200

7.200

450

4,5

9

36.400

13.500

24.300

9.000

450

4,5

10

48.200

16.600

32.300

11.200

450

4,5


Aths. 1. Vatnsmagnið skv. 2. og 4. dálki byggir á meðalheildarlengd flugvéla í viðkomandi flokki. Þar sem gert er ráð fyrir flugvélum stærri en meðaltalið þarf að endurreikna vatnsmagnið. Sjá leiðbeiningar í Airport Services Manual, Part 1.

Aths. 2. Nota má hvaða annað viðbótarslökkviefni með sama slökkvimætti.9.2.12

(Hér á að vera eyða).

9.2.13

Magn froðugerðarefna (concentrate), geymd óblönduð í bílum, skal vera í réttu hlutfalli við vatnsmagn bílanna og tegundir froðugerðarefna.

9.2.14

Magn froðugerðarefna (concentrate) í bílum, með uppblöndunarbúnað, skal nægja til að framleiða a.m.k. tvo skammta af froðulausn (solution).

9.2.15

(Hér á að vera eyða).

9.2.16

Þegar nota á bæði froðu af gerð A og B skal heildarmagn tiltæks vatns til froðuframleiðslu fyrst ákvarðast sem það magn sem þyrfti ef aðeins væri notuð froða af gerð A. Magnið er síðan minkað um 3 l fyrir hverja 2 l af vatni sem gerðir eru tiltækir fyrir froðu af gerð B.

9.2.17

Losunarhraði froðulausnar skal ekki vera minni en fram kemur í töflu 9-2.

9.2.18

Viðbótarslökkviefnið skal uppfylla viðeigandi ISO staðal (International Organization for Standardization). Staðall 5923 fyrir koltvísýring, 7201 fyrir halogen efni og 7202 fyrir duft.

9.2.19

(Hér á að vera eyða).

9.2.20

(Hér á að vera eyða).

9.2.21

(Hér á að vera eyða).

9.2.22

(Hér á að vera eyða).

9.2.23

Rekstrarmarkmið björgunar- og slökkviþjónustunnar skal vera að ná viðbragðstíma, innan við þrjár mínútur, til allra staða á nothæfum flugbrautum við besta skyggni og yfirborðsaðstæður.

9.2.24

(Hér á að vera eyða).

9.2.25

(Hér á að vera eyða).

9.2.26

Á flugvöllum þar sem starfsemi í lélegu skyggni fer fram skal björgunar- og slökkviþjónusta hafa viðeigandi leiðbeiningar, búnað og/eða verklagsreglur.

9.2.27

Allir aðrir slökkvibílar, en sá fyrsti, sem þarf til að afhenda það magn slökkviefna sem tilgreint er í töflu 9-2, skulu koma innan fjögurra mínútna frá fyrsta útkalli og sjá um samfellda útlögn slökkviefnis.

9.2.28

(Hér á að vera eyða).

9.2.29

Fyrirbyggjandi viðhaldskerfi fyrir björgunar- og slökkvibílana skal notað til að tryggja skilvirkni búnaðarins og að hinum skilgreinda viðbragðstíma sé náð allan líftíma bílsins.

9.2.30

(Hér á að vera eyða).

9.2.31

(Hér á að vera eyða).

9.2.32

(Hér á að vera eyða).

9.2.33

Allir björgunar- og slökkvibílar skulu að jafnaði geymdir innan dyra á slökkvistöð.

9.2.34

(Hér á að vera eyða).

9.2.35

Lokað samskiptakerfi, sem tengir slökkvistöð við flugturn, aðrar slökkvistöðvar á flugvellinum og björgunar- og slökkvibíla, skal vera til staðar.

9.2.36

Útkallskerfi fyrir starfsmenn björgunar- og slökkviþjónustu, sem hægt er að virkja frá öllum slökkvistöðum á flugvellinum og flugturninum, skal vera til staðar á slökkvistöð.

9.2.37

Lágmarksfjöldi björgunar- og slökkvibíla til staðar á flugvelli skal vera í samræmi við meðfylgjandi töflu:Flokkur
flugvallar

Fjöldi
slökkvibíla

1

1

2

1

3

1

4

1

5

1

6

2

7

2

8

3

9

3

10

3


Aths. - Leiðbeiningar um lágmarkseiginleika björgunar- og slökkvibíla er að finna í Airport Services Manual, Part 1.

9.2.38

Allir starfsmenn björgunar- og slökkviþjónustu skulu hafa viðeigandi þjálfun til að sinna störfum sínum á skilvirkan hátt og skulu taka þátt í æfingum með lifandi eld samsvarandi til þeirra flugvélategunda, björgunar- og slökkvitækja sem notuð eru á flugvellinum, þar með talið eld í eldsneyti undir þrýstingi.

Aths. 1. Leiðbeiningarefni um viðeigandi þjálfun er að finna í Attachment A, Section 17, Airport Services Manual, Part 1, og Training Manual, Part E-2.

Aths. 2. Með "eld í eldsneyti undir þrýstingi" er vísað til elds í eldsneyti sem streymir úr sprungnum eldsneytistanki undir miklum þrýstingi.

9.2.39

Þjálfunaráætlun fyrir starfsmenn björgunar- og slökkviþjónustu skal innihalda þjálfun í mannlegri getu, þar með talið samhæfingu liðs.

Aths. - Leiðbeiningarefni um gerð þjálfunaráætlunar um mannlega getu og samhæfingu liðs er að finna í Human Factors Training Manual.

9.2.40

Meðan flugrekstur er í gangi skal vera til staðar nægjanlegur fjölda þjálfaðra starfsmanna, hverjum skipað til ákveðinna starfa og þeir vera fyrirvaralaust tilbúnir til að fara með björgunar- og slökkvibílunum og nota búnaðinn með hámarksafköstum. Þessum þjálfuðu starfsmönnum skal dreift þannig að tryggt sé að ná megi lágmarksviðbragðstíma og hægt sé að viðhalda samfelldri losun slökkviefnis með viðeigandi losunarhraða. Meta skal hvort til staðar eigi að vera starfsmenn til að beita brunaslöngum, stigum og öðrum björgunar- og slökkvibúnaði sem að jafnaði tengist björgunar- og slökkvistörfum í loftförum.

9.2.41

Við ákvörðun nauðsynlegs fjölda starfsmanna skal taka tillit til gerðar loftfara sem nota flugvöllinn.

9.2.42

Allir viðbragðsaðilar björgunar- og slökkviþjónustu, skulu hafa hlífðarfatnað og öndunarbúnað sem gerir þeim kleift að sinna störfum sínum á skilvirkan hátt.15. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 56. gr. sbr. VII. kafla og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og staðfestist hér með til að öðlast gildi þegar í stað.

Innanríkisráðuneytinu, 16. nóvember 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica