Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

989/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 327/1999 um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla. - Brottfallin

1. gr.

11. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

 

a)

Á eftir orðunum "fyrir flokkana C, D og E auk kennslu" í 2. málslið 11. gr. komi: fyrir farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni.

 

b)

Á eftir 1. mgr. 11. gr. komi ný 2. málsgrein, sem orðist svo:

   

Kennsla skal fara fram í skólastofu. Þó er heimilt að kennsla fyrir ökutæki í flokkum A og B fari fram í fjarnámi.

   

2., 3., 4. og 5. málsgreinar 11. gr. verða 3., 4., 5. og 6. málsgreinar.

 

c)

Á eftir orðunum "kennsluhúsnæði og" í 5. mgr. 11. gr. bætist við: fjar­kennslu­kerfi.



2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 50. og 52. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 24. nóvember 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica