Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

768/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir, nr. 543 13. október 1995. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "Íþróttasambands Íslands" í 1. og 3. gr. komi: Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.


2. gr.

Í stað orðsins "októbermánuði" í 1. mgr. 3. gr. komi: aprílmánuði.


3. gr.

Hvarvetna þar sem heitið "AB Tipstjänst" kemur fram komi: AB Svenska Spel.


4. gr.

1. mgr. 18. gr. orðist svo:
Leik, sem er á getraunaseðlinum og er allur leikinn innan getraunaumferðar, telst hafa lokið með þeim úrslitum sem lágu fyrir þegar venjulegum leiktíma lauk. Ef leikur er stöðvaður áður en venjulegum leiktíma lýkur og sá aðili sem skipuleggur leikinn lýsir honum lokið, gilda þau úrslit sem fyrir lágu þegar honum lauk. Úrslit sem fást eftir framlengingu eða kæru gilda ekki.


5. gr.

19. gr. breytist þannig:

a. d-liður orðist svo:
Ef væntanlegur vinningur fyrir röð í vinningsflokki nær ekki 10 sænskum krónum, fellur vinningsflokkurinn niður og er þá vinningsupphæð flutt á fyrsta vinningsflokk í næstu getraunaumferð.
b. f-liður orðist svo:
Finnist engin vinningsröð í einhverjum öðrum vinningsflokki en þeim fyrsta, fellur vinningsflokkurinn niður og vinningsupphæðin skiptist jafnt milli annarra vinningsflokka sömu getraunaumferðar.
c. g-liður orðist svo:
Finnist engin vinningsröð í fyrsta vinningsflokki, í síðasta lagi þegar staðfesta á endanlegar vinningsupphæðir, fellur vinningsflokkurinn niður og vinningsupphæðin færist yfir á fyrsta vinningsflokk næstu getraunaumferðar.
d. h-liður orðist svo:
Skipta skal vinningsupphæðum skv. liðum c og f áður en vinningsupphæð er flutt milli getraunaumferða skv. liðum d og g.


6. gr.
25. gr. orðist svo:
Þátttakandi getur valið þrjá, fjóra, fimm eða sex leiki úr leikskránni og giskar á hvort þeim leikjum ljúki með sigri fyrrnefnda liðsins, jafntefli eða að síðarnefnda liðið sigri. Íslenskar getraunir hafa heimild til að bjóða valda leiki þar sem giskað er á einn eða tvo leiki.


7. gr.
32. gr. orðist svo:
Ef leik hefur af einhverjum orsökum verið flýtt og upplýsingar þar að lútandi hafa ekki borist Íslenskum getraunum í tæka tíð til að loka fyrir sölu leiksins, telst leiknum ekki hafa lokið innan umferðar hjá þeim sem spiluðu eftir að leikur hófst. Þeir munu þá fá leikinn endurgreiddan með vinningsstuðli 1,00, óháð því hvernig raunveruleg úrslit leiksins urðu. Til grundvallar verður einungis stuðst við tímaskráningu í aðaltölvum Íslenskrar getspár og Íslenskra getrauna.


8. gr.
Í stað "15.000 kr." í 1. og 2. mgr. 39. gr. komi: 25.000 kr.


9. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt lögum um getraunir, nr. 59 29. maí 1972 öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 8. október 2001.

Sólveig Pétursdóttir.
Fanney Óskarsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica