Viðskiptaráðuneyti

444/2009

Reglugerð um innleiðingu ákvarðana framkvæmdastjórnar EB um samvinnu milli yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd að því er varðar gagnkvæma aðstoð.

1. gr.

Á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2008 frá 4. júlí 2008 skulu eftirtaldar ákvarðanir öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIX. viðauka við EES-samninginn (Neytendavernd), bókun I (um altæka aðlögun) og öðrum ákvæðum samningsins:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2007/76/EB frá 22. desember 2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2006/2004 um samvinnu milli innlendra yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd að því er varðar gagnkvæma aðstoð.

  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2008/282/EB frá 17. mars 2008 um breytingu á ákvörðun 2007/76/EB um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2006/2004 um samvinnu milli innlendra yfirvalda sem bera ábyrgð á framkvæmd laga um neytendavernd að því er varðar gagnkvæma aðstoð.

2. gr.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 88/2008 er birt á bls. 18-19 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64, 15. árgangi en ákvarðanir framkvæmda­stjórnarinnar nr. 2007/76/EB og nr. 2008/282/EB fylgja sem fylgiskjöl með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. gr. laga nr. 56/2007, um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 24. apríl 2009.

Gylfi Magnússon.

Jónína S. Lárusdóttir.

Fylgiskjöl.

(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica