Samgönguráðuneyti

108/2009

Reglugerð um kröfur varðandi beitingu reglna um samskipti milli flugstjórnardeilda við skeytasendingar vegna flugs.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að mæla fyrir um kröfur um beitingu samskiptareglna skeytasendinga vegna flugs við upplýsingaskipti milli fluggagnavinnslukerfa sem notaðar eru við tilkynningu, samræmingu og yfirfærslu upplýsinga um flug milli flugstjórnardeilda og að því er varðar samræmingu milli borgaralegra yfirvalda og hermálayfirvalda, í samræmi við reglugerð um kröfur um sjálfvirkt kerfi til að skiptast á fluggögnum milli flugstjórnardeilda.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um:

 

a)

fjarskiptakerfi sem styðja verklagsreglur fyrir samræmingu milli flugstjórnar­deilda með því að nota fyrirkomulag jafningjafjarskipta og veita almennri flugumferð þjónustu og

 

b)

fjarskiptakerfi sem styðja verklagsreglur fyrir samræmingu milli flugumferðar­þjónustu­deilda og herflugumferðarstjórnardeilda með því að nota fyrirkomulag jafningjafjarskipta.



3. gr.

Framkvæmd.

Fjarskiptakerfi samkvæmt b)-lið 2. gr. skulu nota samskiptareglur skeytasendinga vegna flugs í samræmi við kröfur um rekstrarsamhæfi sem tilgreindar eru í I. viðauka fylgiskjals I við reglugerð þessa.

Sannprófun á kerfum sem um getur í b)-lið 2. gr. skal vera í samræmi við kröfur reglugerðar (EB) nr. 633/2007 um rekstrarsamhæfi, sbr. fylgiskjal I.

Flugmálastjórn Íslands hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

4. gr.

Málskotsréttur.

Ákvarðanir Flugmálastjórnar Íslands sæta kæru samkvæmt almennum reglum stjórn­sýslu­laga.

5. gr.

Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

6. gr.

Innleiðing gerða.

Með reglugerð þessari öðlast gildi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 633/2007 um kröfur vegna beitingar samskiptareglna skeytasendinga vegna flugs sem eru notaðar við tilkynningu, samræmingu og yfirfærslu upplýsinga um flug milli flugstjórnardeilda, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 167/2007, frá 7. desember 2007.

Reglugerðin er birt sem fylgiskjal I með reglugerð þessari.

7. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

I.

Fyrir kerfi sem þegar eru í notkun og falla undir 2. gr. reglugerðarinnar, kemur reglu­gerðin til framkvæmda 20. apríl 2011.

Samgönguráðuneytinu, 16. janúar 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.

(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica