Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

612/2005

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu. - Brottfallin

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins (flutningastarfsemi), bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:


1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1592/2002/EB frá 15. júlí 2002 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, merkt fylgiskjal I, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 179/2004 frá 9. desember 2004, merkt fylgiskjal II. Reglugerðin skal gilda hér á landi með þeirri aðlögun sem kemur fram í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.
2. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1643/2003 frá 22. júlí 2003 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1592/2002 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, merkt fylgiskjal III samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 15/2005 frá 4. febrúar 2005.
3. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1701/2003 frá 24. september 2003 um aðlögun 6. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1592/2002 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu, merkt fylgiskjal IV, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 15/2005 frá 4. febrúar 2005.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. mgr. 28. gr. og 2. mgr. 146. gr. loftferðalaga nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. júlí 2005.

Samgönguráðuneytinu, 20. júní 2005.

Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.Þetta vefsvæði byggir á Eplica