Viðskiptaráðuneyti

656/2006

Reglugerð um breyting á reglugerð um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 1060/2004. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. mgr. 13. gr. bætist svohljóðandi ákvæði:

Sjóðnum er þó einnig heimilt að nota óskráða og óframseljanlega afleiðusamninga í gjaldeyrisviðskiptum í því skyni að draga úr gengisáhættu af erlendum fjárfestingum sínum. Mótaðili slíkra samninga skal vera fjármálafyrirtæki með lánshæfismat sem ekki er lægra en sem svarar til Moody's P-1 skammtímaeinkunnar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 61/1997, um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 17. júlí 2006.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Guðrún Þorleifsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica