Iðnaðarráðuneyti

914/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 69/1996, um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun rafknúinna kæliskápa til heimilisnota. - Brottfallin

1. gr.

4. málsl. 1. mgr. 4. gr. orðist svo: Blaðið skal hafa að geyma upplýsingar samkvæmt og uppfylla formskilyrði II. og IV. viðauka við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 94/2/EB með síðari breytingum í ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 63/95 og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2003/66/EB, sbr. 16. gr. reglugerðar þessarar.


2. gr.

10. gr. orðist svo: Ef tækin eru boðin til sölu, leigu eða kaupleigu með prentaðri eða skriflegri orðsendingu eða með öðrum hætti sem gefur til kynna að ekki sé gert ráð fyrir því að hugsanlegur viðskiptamaður geti séð tækið í útstillingu, s.s. með skriflegu tilboði, í póstpöntunarlista, auglýsingum á netinu eða öðrum rafrænum miðli, skal orðsendingin innihalda allar upplýsingar sem eru tilgreindar í III. viðauka við tilskipun 94/2/EB með áorðnum breytingum, sbr. 16. gr. reglugerðar þessarar.


3. gr.

Við 16. gr. bætast tveir töluliðir, svohljóðandi:
4. tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2003/66/EB frá 3. júlí 2003 um breytingu á tilskipun 94/2/EB um framkvæmd tilskipunar ráðsins 92/75/EBE að því er varðar orkumerkingar á rafknúnum kæliskápum, frystiskápum og sambyggðum skápum til heimilisnota (tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB);

5. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2004 frá 19. mars 2004 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB).


4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 8. gr., sbr. 2. gr., laga nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi orkunotkun heimilistækja o.fl. öðlast þegar gildi.


Iðnaðarráðuneytinu, 15. nóvember 2004.

Valgerður Sverrisdóttir.
Kristján Skarphéðinsson.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica