Iðnaðarráðuneyti

531/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 706/2001 um skráningu hönnunar.

I. KAFLI
Breyting á hugtakanotkun.
1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar: Í stað orðanna "heiti sem lýsir hönnun" kemur: tilgreiningu á hönnun.


2. gr.

3. tölul. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar fellur niður.


II. KAFLI
Breytingar vegna rafrænnar birtingar ELS-tíðinda.
3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 1. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "birt í sérstöku riti er Einkaleyfastofan gefur út, ELS-tíðindum" kemur: birt í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.


4. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 4. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "skal birta í riti því er Einkaleyfastofan gefur út, ELS-tíðindum" kemur: skal birta í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.


5. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 5. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "Tilkynningar skulu birtar í riti því er Einkaleyfastofan gefur út, ELS-tíðindum" kemur: Tilkynningar skulu birtar í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.


6. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 1. mgr. 24. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "Þó skal birta í riti því er Einkaleyfastofan gefur út, ELS-tíðindum" kemur: Þó skal birta í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.


7. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 4. mgr. 25. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "birt í riti því er Einkaleyfastofan gefur út, ELS-tíðindum" kemur: birt í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.


8. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 2. mgr. 32. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "skal birta ákvörðun í riti því er Einkaleyfastofan gefur út, ELS-tíðindum" kemur: skal birta ákvörðun í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.


9. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 4. mgr. 33. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "Ákvörðun um hlutun skal birt í riti því er Einkaleyfastofan gefur út, ELS-tíðindum" kemur: Ákvörðun um hlutun skal birt í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.


10. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 4. mgr. 34. gr. reglugerðarinnar:
Í stað orðanna "Ákvörðun um hlutun skal birt í riti því er Einkaleyfastofan gefur út, ELS-tíðindum" kemur: Ákvörðun um hlutun skal birt í ELS-tíðindum sem Einkaleyfastofan gefur út.


11. gr.

Á eftir 37. gr. bætist við ný grein, 37. gr. a, sem orðast svo:
Heimilt er að gefa ELS-tíðindi út og dreifa þeim á rafrænan hátt, þar á meðal á netinu.

Verði útgáfa ELS-tíðinda eingöngu rafræn skulu þeir sem þess óska áfram geta keypt útprentun tíðindanna hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu kostnaðar af útprentun þeirra og sendingu.


III. KAFLI
Breytingar vegna alþjóðlegrar skáningar hönnunar.
12. gr.

Á eftir XI. kafla bætist við nýr kafli sem verður XII. kafli og nefnist Alþjóðleg skráning hönnunar og hljóðar svo:

a. (38. gr.)

Umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar skal vera á ensku, vélrituð á þar til gert eyðublað frá alþjóðaskrifstofunni, er starfar á vegum Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO), og undirrituð af umsækjanda eða umboðsmanni hans.

Umsóknin skal uppfylla skilyrði reglu 7 í reglugerð samkvæmt Genfarsamningnum frá 2. júlí 1999 um breytingu á Haagsamningnum um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar.

Umsækjandi getur lagt umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar beint inn til alþjóðaskrifstofunnar eða til Einkaleyfastofunnar.

Umsókn, sem lögð er inn hjá Einkaleyfastofunni skv. 3. mgr., skal fylgja tilskilið gjald til Einkaleyfastofu fyrir móttöku og meðhöndlun umsóknarinnar (móttökugjald). Önnur gjöld skv. 7. gr. Genfarsamningsins, sbr. reglu 12 í reglugerð á grundvelli hans, skal greiða beint til alþjóðaskrifstofunnar hvort sem umsókn er lögð inn hjá Einkaleyfastofunni eða beint til alþjóðaskrifstofunnar.

b. (39. gr.)

Í umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar skal tilgreina:

1. nafn umsækjanda og heimilisfang;
2. nafn þess ríkis eða þeirra ríkja sem umsækjandi sækir rétt sinn til að fullnægja skilyrðum þess að vera eigandi alþjóðlegrar skráningar: tilgreina þarf aðildarríki þar sem umækjandi er ríkisborgari, aðildarríki þar sem umsækjandi hefur lögheimili og aðildarríki þar sem umsækjandi hefur virka atvinnustarfsemi;
3. aðildarríki sem umsækjandi sækir rétt sinn til (þ.e. eitt þeirra ríkja sem umsækjanda ber að tilgreina skv. 2. tölul.);
4. fjölda hannana sem koma fyrir í umsókn;
5. vöru þá eða vörur sem hönnunin samanstendur af; ef hönnunin er skreyting vöru, þarf að tilgreina þá vöru sem skreytingin er notuð á; leitast skal við að auðkenna vöru eða vörur með orðum sem koma fyrir í alþjóðlega flokkunarkerfinu (Locarno); ef um samskráningu er að ræða þurfa vörurnar að vera í sama flokki innan alþjóðlega flokkunarkerfisins;
6. aðildarríki sem umsækjandi tilnefnir;
7. upphæð gjalda sem greiða skal til alþjóðaskrifstofunnar, ásamt greiðslumáta eða beiðni um að skuldfæra viðeigandi upphæð á reikning sem opnaður hefur verið hjá alþjóðaskrifstofunni með upplýsingum um aðilann sem innir greiðsluna af hendi eða sendir beiðnina.

Ljósmyndir eða önnur myndræn framsetning hönnunar skal fylgja umsókn. Myndirnar skal líma eða prenta beint á sérstakt hvítt eða ljóst blað í stærðinni A4 og mega þær vera svarthvítar eða í lit.

Tilgreina þarf í umsókn nafn hönnuðar og heimilisfang sé þess krafist af tilnefndu aðildarríki.

Á umsókn um alþjóðlega skráningu, sem lögð er inn hjá Einkaleyfastofunni, skal færa dagsetningu móttöku.

Umsóknin skal enn fremur vera í samræmi við 5. gr. Genfarsamningsins og ákvæði reglugerðar á grundvelli hans.

c. (40. gr.)

Þegar Einkaleyfastofan hefur yfirfarið umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar, sem lögð er inn hjá stofnuninni, sendir hún umsóknina til alþjóðaskrifstofunnar eins fljótt og unnt er.

Sjái Einkaleyfastofan eitthvað athugavert við umsóknina skal umsækjanda tilkynnt það og honum veittur frestur til að leiðrétta eða lagfæra umsóknina.

Sé umsókn ekki lagfærð áður en frestur rennur út sendir Einkaleyfastofan hana óbreytta til alþjóðaskrifstofunnar hafi tilskilin gjöld verið greidd. Hafi tilskilin gjöld ekki verið greidd er umsókn endursend umsækjanda. Tilkynna skal umsækjanda um ákvörðun Einkaleyfastofunnar.

d. (41. gr.)

Þegar Einkaleyfastofunni berst tilkynning um að Ísland hafi verið tilnefnt í umsókn um alþjóðlega skráningu hönnunar athugar stofnunin hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að hönnunin öðlist gildi hér á landi.

Telji Einkaleyfastofan að alþjóðleg skráning hönnunar skuli öðlast gildi hér á landi er hún birt í ELS-tíðindum.

Birting alþjóðlegrar hönnunarskráningar í ELS-tíðindum skal hafa að geyma nafn og heimilisfang eiganda, nafn og heimilisfang hönnuðar ef hann er annar en eigandi skráningar, tilgreiningu vöru, alþjóðlegt skráningarnúmer, alþjóðlega skráningardagsetningu og myndir af hönnun. Jafnframt skal tilgreina númer tölublaðs alþjóðarits þess, "International Designs Bulletin" frá Alþjóðahugverkastofnuninni, sem skráningin er birt í.

e. (42. gr.)

Alþjóðleg skráning hönnunar gildir í fimm ár frá skráningardegi. Beiðni um endurnýjun alþjóðlegrar skráningar skal send alþjóðaskrifstofunni.

Fyrir endurnýjun á gildi alþjóðlegrar skráningar hér á landi skal greiða tilskilið gjald. Gjaldið skal greitt til alþjóðaskrifstofunnar í svissneskum frönkum í samræmi við reglu 24 í reglugerð á grundvelli Genfarsamningsins.

Beiðni um endurnýjun skal enn fremur uppfylla önnur skilyrði reglu 24 í reglugerð á grundvelli Genfarsamningsins.


13. gr.

Sú grein, sem nú er 38. gr., verður 45. gr.


IV. KAFLI
Gildistökuákvæði.
14. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 53. og 59 gr. laga nr. 46/2001 um hönnun, öðlast þegar gildi.

Við birtingu reglugerðar þessarar öðlast gildi X. kafli laga nr. 46/2001 um hönnun, með síðari breytingum. Genfargerð Haag-samningsins um alþjóðlega skráningu hönnunar á sviði iðnaðar frá 6. nóvember 1925, sem gerð var í Genf 2. júlí 1999 og öðlaðist gildi 23. desember 2003, öðlaðist gildi að því er Ísland varðar 23. desember 2003. Genfargerðin var birt sem fylgiskjal með auglýsingu nr. 27 í C-deild Stjórnartíðinda 2001.


Iðnaðarráðuneytinu, 14. júní 2004.

Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica