Iðnaðarráðuneyti

528/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 310/1997 um skráningu vörumerkja o.fl. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 33. gr. bætist við ný fyrirsögn sem orðast svo: Ýmis ákvæði.


2. gr.

Á eftir fyrirsögninni "Ýmis ákvæði", skv. 1. gr. reglugerðar þessarar, bætist við ný grein, 34. gr., sem orðast svo:
Heimilt er að gefa ELS-tíðindi út og dreifa þeim á rafrænan hátt, þar á meðal á netinu.

Verði útgáfa ELS-tíðinda eingöngu rafræn skulu þeir sem þess óska áfram geta keypt útprentun tíðindanna hjá Einkaleyfastofunni gegn greiðslu kostnaðar af útprentun þeirra og sendingu.


3. gr.

Sú grein, sem nú er 34. gr., verður 35. gr.4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 65. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki, öðlast þegar gildi.


Iðnaðarráðuneytinu, 14. júní 2004.

Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica