Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

569/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps, nr. 252/2001.

1. gr.

Í stað 3. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
Orkuveitusvæði hitaveitunnar eru tvö aðskilin hitaveitusvæði og dreifikerfi með vatn sem hefur mismunandi hita. Þessi svæði eru annars vegar á og við Borgarsvæðið með vatn frá Vaðnesi, í gjaldskrá nefnd Borgarveitan og hins vegar austari hluti Grímsness, með vatn frá Kringlu, í gjaldskrá nefnd Kringluveitan.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 16. júlí 2002.

Þorgeir Örlygsson.

Þóra M. Hjaltested.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.