Iðnaðarráðuneyti

268/1969

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar nr. 177 frá 16. sept. 1939.

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðist þannig:

Yfirstjórn rafmagnsmála bæjarins er í höndum bæjarstjórnar, en framkvæmdastjórnin skal falin rafveitunefnd ásamt rafveitustjóra, sem bæjarstjórnin skipar að engnum tillögum rafveitunefndar, og skal hann vera rafmagnsverkfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur.

Bæjarstjórnin setur honum erindisbréf. Rafveitustjóri er framkvæmdastjóri rafveitunnar.

Bæjarstjórn ræður alla fasta starfsmenn rafveitunnar að fengnum tillögum rafveitunefndar og setur þeim erindisbréf.

Í rafveitunefnd eiga sæti 3 menn, kosnir af bæjarstjórn.

Bæjarstjóri og rafveitustjóri eiga sæti á fundum rafveitunnar og hafa þar málrelsi og tillögurétt.

2. gr.

3. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðist þannig:

Rafveitunefnd ræður starfsmenn veitunnar svo sem þörf er á, aðra en hina föstu starfsmenn, að fengnum tillögum rafveitustjóra, sbr. þó 5. gr. 2. mgr. reglugerðarinnar.

3. gr.

Aftan við 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur:

Þetta hindrar þó eigi, að einstaka þætti framkvæmda rafveitunnar, megi sameina öðrum verklegum framkvæmdum bæjarins.

2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðist þannig:

Rafveitustjóri ræður verkamenn svo sem þörf er á í samráði við rafveitunefnd.

4. gr.

Aftan við 7. gr. i. mgr. reglugerðarinnar komi:

Starfsmenn, sem framkvæma á vegum rafveitunnar skoðun og úttekt á húsveitum og öðru, sem um getur í þessari grein, mega aldrei taka að sér að framkvæma slík verk, að öðru leyti en störf þeirra krefjast.

Reglugerðarbreyting þessi, sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur samið og samþykkt, staðfestist hér með samkvæmt orkulögum nr. 58 29. apríl 1967, til þess að öðlast þegar gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Atvinnumálaráðuneytið, 27. október 1969.

Ingólfur Jónsson.

Þorv. K. Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica