Iðnaðarráðuneyti

940/1999

Reglugerð um löggiltar iðngreinar

1. gr.

Löggiltum iðngreinum er skipað í iðngreinaflokka sem hér segir:

Bygginga- og mannvirkjagreinar:
húsasmíði
húsgagnabólstrun
húsgagnasmíði
málaraiðn
múraraiðn
pípulagnir
veggfóðrun

Farartækja- og flutningsgreinar:
bifreiðasmíði
bifvélavirkjun
bílamálun

Hönnun, listir, handverk:
feldskurður
glerslípun og speglagerð
gull- og silfursmíði
hattasaumur
hljóðfærasmíði
kjólasaumur
klæðskurður karla
klæðskurður kvenna
leturgröftur
myndskurður
skósmíðaiðn

skósmíði
skóviðgerð

steinsmíði
söðlasmíði
úrsmíði

Matvæla- og veitingagreinar:
bakaraiðn
framreiðsluiðn
kjötiðn
kökugerð
matreiðsla
mjólkuriðn

Málm-, véltækni- og framleiðslugreinar:
blikksmíði
flugvélavirkjun
málmsteypa
mótasmíði
netagerð
rennismíði
skipa- og bátasmíði
stálsmíði

stálskipasmíði
stálvirkjasmíði
málmsuða, sérgrein

vélvirkjun

kæli- og frystivélavirkjun, sérgrein

Náttúrunýting:

skrúðgarðyrkja

Rafiðngreinar:
símsmíði
rafeindavirkjun
rafveituvirkjun
rafvélavirkjun
rafvirkjun

Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar:
bókband
ljósmyndun

almenn ljósmyndun
persónuljósmyndun

prentsmíð
prentun

Þjónustugreinar:
hársnyrtiiðn
snyrtifræði
tannsmíði


2. gr.

Komi til álita að starfsgrein, sem er ekki talin upp í 1. gr. þessarar reglugerðar, verði löggilt iðngrein skulu hlutaðeigendur, sem starfsgreinina stunda, senda iðnaðarráðherra beiðni þar um og leggja jafnframt fyrir hann tillögur um nafn iðngreinarinnar, starfssvið, námstíma og kunnáttu- og prókröfur.

Komi til greina að löggilda nýja iðngrein skal við afgreiðsluna haft samráð við menntamálaráðherra og landssamtök meistara og sveina á viðkomandi sviði.

Fallist ráðuneytið á að löggilda greinina breytir það þessari reglugerð til samræmis. Það getur sett sérstakar reglur um veitingu starfsréttinda í hinni nýju iðngrein.

Samsvarandi vinnubrögð skal viðhafa þegar eldri iðngreinum er skipt eða þær eru sameinaðar, svo og þegar sérgreinar eru stofnaðar, þ.e. þegar sérsvið iðngreinar er viðurkennt.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er skv. 1. mgr. 8. gr. iðnaðarlaga, nr. 42/1978, eins og henni hefur verið breytt með lögum nr. 133/1999, öðlast gildi samtímis þeirri breytingu.


Iðnaðarráðuneytinu, 29. desember 1999.

Finnur Ingólfsson.
Þorgeir Örlygsson.

Word útgáfa af reglugerð
- 940-1999.doc


Þetta vefsvæði byggir á Eplica