1. gr.
Á eftir 1. gr. bætist við ný gr., 1. gr. a, sem orðast svo:
Að svo miklu leyti sem ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 46. tölul. VII. viðauka við samninginn um gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi, tekur til starfa í iðnaði skulu ákvæðin öðlast gildi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af VII. viðauka, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum.
Eftirtalin gerð öðlast því gildi hér á landi:
Tilskipun ráðsins 75/368/EBE frá 16. júní 1975 um ráðstafanir til að auðvelda að
staðfesturéttar og réttar til að veita þjónustu sé neytt að því er varðar ýmsa starfsemi (úr ISIC deildum 1 til 85) og einkum bráðabirgðaráðstafanir með tilliti til þessarar starfsemi.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. gr. iðnaðarlaga nr. 42/1978, eins og henni hefur verið breytt með lögum nr. 40/1997, öðlast þegar gildi.
Texti framangreindrar tilskipunar, áður birtur í sérriti S 34 í EES-gerðum sem tengdust Stjórnartíðindum, birtist í viðauka við reglugerð þessa.
Iðnaðarráðuneytinu, 15. apríl 1999.
Finnur Ingólfsson.
Jón Ögmundur Þormóðsson.