1. gr.
2. grein reglugerðarinnar orðist svo:
Þátttakandi skal hafa starfað a. m. k. þrjú ár við starfsgrein sína eða hlotið aðra þá starfsreynslu, er stjórn námskeiðanna telur jafngilda því, og vera starfandi verkstjóri, þegar umsókn um þátttöku er samþykkt.
2. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um verkstjóranámskeið, nr. 49 23. marz 1961, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Iðnaðarmálaráðuneytið, 17. október 1963.
Bjarni Benediktsson.
_________________
Brynjólfur Ingólfsson.