Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 17. feb. 1986

458/1979

Reglugerð um rafveitu Akureyrar

1.gr. Nafn og heimili.

Akureyrarkaupstaður á og starfrækir fyrirtæki með nafninu Rafveita Akureyrar. Heimilisfang þess er á Akureyri.

Rafveitan skal rekin sem sjálfstætt fyrirtæki

2. gr. Tilgangur og orkuveitusvæði.

Tilgangur Rafveitu Akureyrar er að kaupa og/eða framleiða raforku og veita henni um orkuveitusvæði sitt. Ennfremur hverskonar starfsemi, sem varðar raforkumál á Akureyri.

Orkuveitusvæði rafveitunnar er lögsagnarumdæmi Akureyrar og hefir hún einkarétt til sölu á raforku til notenda á því svæði.

3. gr. Stjórn.

Stjórn veitustofnana hefur með höndum stjórn Rafveitu Akureyrar.

Bæjarstjórn skipar rafveitunni framkvæmdastjóra (rafveitustjóra) að fengnum tillögum stjórn veitustofnana. Skal hann vera rafmagnsverkfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur.

Bæjarstjóri og rafveitustjóri sitja fundi stjórn veitustofnana með tillögurétti en án atkvæðisréttar.

4. gr. Verksvið stjórnar veitustofnana.

Rafveitustjórn hefir á hendi stjórn rafveitunnar, sér um viðhald hennar og umbætur, og allt er að starfrækslu hennar lýtur, kaup, framleiðslu og sölu á raforku, fjárhald og reikningsskil.

Ákvarðanir rafveitustjórnar skulu háðar samþykki bæjarstjórnar.

5. gr. Verksvið rafveitustjóra.

Rafveitustjóri stjórnar daglegri starfrækslu rafveitunnar, eftirliti, viðhaldi á veitukerfi og öðrum útbúnaði, og öllum verklegum framkvæmdum er snerta hana.

Hann hefir umsjón með raflögnum í bænum, þar með talið efni og tæki, sér umafgreiðslu og innheimtu við kaup og sölu á raforku, efni og tækjum sem rafveitan kaupir og selur.

6. gr. Reikningshald og ráðstöfun tekna.

Rafveita Akureyrar hefir sjálfstætt reikningshald. Skal tekjum hennar fyrst og fremst varið til að standa straum af öllum greiðsluskuldbindingum hennar, svo sem afborgunum af áhvílandi skuldum, vöxtum og öðrum rekstrarkostnaði, þar með talið fullnægjandi viðhald og endurnýjun virkja og annað, sem nauðsynlegt er til að tryggja öruggan rekstur rafveitunnar.

7. gr. Löggilding rafverktaka.

Rafverktakaleyfisnefnd á orkuveitusvæðum 5 og 6 veitir þeim rafverktaka leyfi, sem fullnægja skilyrðum og skilmálum nefndarinnar.

Engir aðrir en þeir, sem fengið hafa fullgilt rafverktakaleyfi, mega taka að sér raflagnir, uppsetningu tækja, eða framkvæma á sína ábyrgð nokkurt verk, er snertir veitur, sem tengja á við kerfi rafveitunnar.

Bæjarstjórn getur ákveðið i gjaldskrá, greiðslur fyrir verk þau sem rafveitan innir af hendi við úttekt raflagna, skoðunargerðir og annað eftirlitsstarf sitt.

8.gr. Sala raforku.

Rafveitan selur raforku á orkuveitusvæði sínu, þar sem veitukerfi hennar nær til, með þeim skilnálum, sem ákveðnir eru í reglugerð þessari og í samræmi við sérreglur um raforkuvirki á orkuveitusvæði rafveitunnar og gjaldskrá hennar á hverjum tíma.

Stjórn veitustofnana getur synjað um raforku til húshitunar. Á þeim stöðum í veitukerfinu þar sem flutningsgeta þess leyfir ekki hið umbeðna afl án sérstakra ráðstafana, ákveður rafveitustjóri nánari skilnála. Ef rafveitan telur nauðsynlegt að komið verði upp raforkuvirkjum, þ.m.t. spennistöð, í húsi eða á lóð viðkomandi húseignar í því skyni að sala raforku geti farið þar fram, skal rafveitunni látið í té húsrými með sérstökum samningi eða ókeypis lóð. Hér er miðað við að um meiri háttar notkun sé að ræða.

Rafveitunni er heimilt að láta öðrum notendum í té raforku frá stöðinni og að tryggja uppsetningu hennar og óslitinn rekstur með þinglýsingu á kvöð þess efnis.

Rafveitan getur neitað að láta raforku í té til fjarliggjandi staða eða til staða, þar sem lóðareigendur neita að leggja til lóð fyrir nauðsynlega spennistöð og lóð eða aðstöðu fyrir stólpa eða festur fyrir raflínur án endurgjalds. Óski rafveitan eftir spennubreytingu á húsveitu, er húseigendum skylt að hlíta því, enda sé breytingin gerð á kostnað rafveitunnar.

Á sama hátt skulu húseigendur bera kostnað af spennubreytingu húsveitu, sem þeir hafa óskað eftir og rafveitan hefir samþykkt.

9. gr. Umsókn um kaup á raforku.

Hver, sem óskar að gerast notandi að raforku, verður að fylla út tilætlað umsóknareyðublað, er fæst á skrifstofu rafveitunnar, og skal hann skuldbinda sig með undirskrift sinni, að hlíta settum reglum um kaup á raforku frá rafveitunni. Skal í umsókninni skýrt frá hve mikið afl þarf og til hvers það er ætlað.

10. gr. Umsókn um heimtaug.

Umsókn um heimtaug eða breytingu á heimtaug skal undirskrifuð af húseiganda, sem skuldbindur sig til þess með undirskrift sinni að greiða heimtaugargjald það, sem ákveðið er í gjaldskrá rafveitunnar. Heimtaugar með stofnvari eru eign rafveitunnar, enda þótt heimtaugargjaldið hafi verið greitt í samræmi við gjaldskrá. Rafveitan annast viðhald og endurnýjun heimtauga sinna án sérstaks endurgjalds, nema heimtaug þurfi að breyta vegna breytingar á húsi eða lóð. Skal húseigandi greiða kostnaðinn við þá breytingu. Ef loftlínuheimtaug er breytt í jarðstrengsheimtaug, skal húseigandi greiða kostnaðarmun, sem ákveðinn er í gjaldskrá.

Rafveitunni er heimilt að krefjast skuldbindingar um lágmarksnotkun um heimtaug. Sé um tiltölulega mikla notkun að ræða. og rafveitan þarf til þess að fullnægja henni sérstaklega, að auka háspennukerfi, auka afl spennistöðvar eða gera meiriháttar viðbætur á lágspennukerfi, er rafveitustjóra heimilt að krefjast skuldbindingar umsækjenda um tiltekinn notkunartíma eða þátttöku í kostnaði.

Eigi er skylt að ljúka lagningu jarðstrengsheimtaugar meðan jörð er frosin.

Rafveitunni er heimilt að taka heimtaugagjöld skv. gildandi gjaldskrá og er rafveitunni ekki skylt að tengja nýja heimtaug við veitukerfið fyrr en gjaldið hefur verið greitt.

11. gr. Húsveitur.

Skylt er að láta löggilta rafverktaka, eða rafveituna, ef hún tekur slík verk að sér, framkvæma alla vinnu við raflagnir og raftæki, hvort heldur er um að ræða. nýjar raflagnir, breytingar eða viðgerð á raflögn, og annast þeir fyrir hönd húseiganda eða notanda umsóknir og tilkynningar til rafveitunnar um allar raflagnir, samkvæmt því sem ákveðið er i reglum um raflagnir á Akureyri, en rafveitan annast úttekt á öllum nýlögnum, viðaukum og breytingum á raflögnum skv. beiðni eða að eigin frumkvæði.

Engir aðrir en umboðsmenn rafveitunnar mega setja straum á veitu eða hluta af veitu, i fyrsta sinn eftir úttekt.

Rafveitan tekur ekki á sig ábyrgð á veitu með úttekt eða tengingu. Rafveitan getur sett þau skilyrði fyrir tengingu á veitu að notkun um hana verði ekki veitukerfi rafveitunnar ofviða, og þar sem hætta kann að verða á þessu, má setja viðeigandi skilyrði í hvert sinn fyrir notkuninni, þar til úr er bætt.

12. gr. Sala á raforku til notenda, sem sjálfir hafa orkuvinnslu.

Veitur, sem (að jafnaði) nota raforku annarsstaðar að en frá rafveitunni, má tengja við veitukerfi hennar í því skyni að rafveitan verði aðallega eða eingöngu notuð til vara, með því skilyrði að greitt sé lámarksgjald, sent svari til þeirrar kvaðar, sem hvílir á rafveitunni vegna tengingarinnar.

Framsal til annarra á raforku, sem keypt er af rafveitunni, er óheimilt án leyfis rafveitunnar.

13. gr. Eftirlit með húsveitum og tækjum. Gallar á húsveitum.

Sérhver húsveita, að meðtöldum tækjum til notkunar á raforku skal fullnægja kröfum þeim. sem settar eru í reglugerð Rafmagnseftirlits ríkisins og í reglum rafveitunnar um raforkuvirki, og er húseigandi ábyrgur að svo sé. Rafveitustjóra er heimilt að hafa eftirlit með öllum húsveitum, gögnum og tækjum, sem notuð eru við hagnýtingu á rafmagni, og skulu starfsmenn rafveitunnar hafa frjálsan aðgang að öllum herbergjum húss, hvenær sem nauðsynlegt er, til að skoða húsveituna, eða hluta hennar, eða raftæki, sem nota má við veituna.

Vélar og önnur tæki skulu vera þannig sett og þannig útbúin, a$ þau starfi án þess að titringi valdi eða truflun á ljósum eða annarri notkun.

Rafveitustjóri getur látið taka veituna eða tæki úr sambandi ef galli er á veitunni eða tækjum þar til úr er bætt.

Óleyfilegt er að nota annað efni í veitu eða tæki en það, sem viðurkennt er af Rafmagnseftirliti ríkisins.

Ef óleyfileg vör finnast í veitu, skal notandi veitunnar gerður ábyrgur. Séu gerðar óleyfilegar tengingar eða breytingar á veitu eða tækjum eða sýnt hirðuleysi um meðferð eða viðhald tækja, skal farið með það sem galla á veitu, og er heimilt að gera eiganda að greiða aukagjald, sem ákveðið sé í gjaldskrá, vegna kostnaðar við aukið eftirlit með veitunni.

Það er óleyfilegt. sem ekki fullnægir kröfum, sem settar eru i reglugerðum Rafmagnseftirlits ríkisins og reglum rafveitunnar.

14. gr. Mælitæki.

1) Rafveita setur upp nauðsynleg mælitæki og ákveður fjölda þeirra, tegund og staðsetningu. Mælitækin má ekki flytja til án samþykkis rafveitunnar, en hún getur krafist flutnings þeirra ef það þykir hentugra að dómi rafveitustjóra.

Starfsmenn rafveitunnar skulu ætíð hafa aðgang að mælitækjum og þeir einir mega rjúfa innsigli þeirra.

Notandi mælitækis er sá, sem skráður er fyrir raforkunotkun þeirrar veitu, sem mælitækið er fyrir. Skal hann bera ábyrgð á mælitækjum og raforkunotkun veitunnar, þar til hann lætur af notkun hennar og tilkynnir rafveitunni um það skv. 18. gr. Rafveitan leggur til öll mælitæki og annast venjulegt viðhald þeirra á sinn kostnað, en verði mælitæki fyrir óvenjulegu hnjaski eða skemmdum er heimilt að krefja notanda um greiðslu á kostnaði við viðhald eða endurnýjun þess.

Notandinn greiðir leigu fyrir afnot mælitæk,ja skv. gjaldskrá rafveitunnar á hverjum tíma.

Þar sem eitt mælitæki er sett fyrir sameiginlega notkun fleiri aðila, ber skráður notandi mælitækisins ábyrgð á greiðslum vegna hinnar sameiginlegu notkunar. Aðrir notendur bera þó hver um sig ábyrgð in solidum á greiðslum þessum með hinum skráða notanda.

Breyting á skráningu notanda mælitækis fyrir sameiginlegri notkun verður því aðeins gerð, að allir notendur hinnar sameiginlegu notkunar fari fram á það skrif lega.

2) Ef rafmagnsnotkun um mælitæki nægir ekki til þess að greiða raunverulegan afhendingarkostnað raforkunnar um mælitækið, er rafveitunni heimilt að krefjast lágmarksgjalds fyrir notkunina.

Að öðrum kosti er rafveitunni heimilt að taka mælitækið niður og loka veitunni, eða breyta tengingu hennar.

3) Ef fram kemur við prófun, sem rafveitan framkvæmir að eigin frumkvæði, eða skv. beiðni notanda. að mælitækið mæli skakkt, skal það leiðrétt þannig: Hafi mælitækið mælt 5% of lítið eða þaðan af minna, skal krefja notandann um það, sem vanmælt var.

Hafi tækið mælt 5% of mikið eða þaðan af meira, skal endurgreiða notandanum mismuninn með frádrætti á næsta orkureikningi eða í reiðufé. Endurgreiðslu getur notandi ekki krafist fyrir lengra tímabil en 1 ár og sama gildir um viðbótarkröfu rafveitunnar, enda hafi ekki verið ljóst að um bilun mælitækis hafi verið að ræða.

Við endurreiknun orkunotkunar skal taka tillit til fyrri notkunar viðkomandi aðila og annarra aðstæðna, sem gefið gætu vísbendingu um það, hvenær mælitækið bilaði. Eigi skal reikna vexti af umfram- eða vangreiðslum, sem að framan greinir. Ef notandi véfengir niðurstöður prófunar á mælitæki skal leita úrskurðar Rafmagnseftirlits ríkisins.

4) Nú hættir skráður notandi mælitækis notkuninni og skal hann þá í tæka tíð tilkynna það rafveitunni, sem annast um að lokaálestur fari fram. Hafi eigi annar notandi sótt um að fá mælitækið skráð á sitt nafn, skal loka því og eigi hefja orkusölu á ný um tækið, fyrr en tilkynnt hefir verið um nafn nýs notanda. Nú mælist engin notkun um mælitækið um langt skeið, og er rafveitunni þá heimilt að fjarlægja tækið og láta loka viðkomandi raflögn.

Óski notandi eftir að veita hans sé tekin úr sambandi um tíma, má taka aukagjöld skv. gjaldskrá fyrir enduropnun hennar og fulla leigu fyrir mælitæki þann tíma, sem veitan er ekki í notkun.

5) Ef notandi hefir aukna straumnotkun vegna galla á veitu sinni eða tækjum, er rafveitan ekki skyld til þess að áætla frádrátt á reikningum notandans þess vegna.

6) Ef svo reynist, að notkun hefir orðið meiri en álestur sýnir eða álestur verið skakkur eða útreikningur á reikningsfjárhæðinni, má rafveitan leiðrétta þessa skekkju eftir á, undir eins og vitað er um hana.

7 ) Verði upplýst að straumur sé notaður á annan hátt en um er samið, eða að

raskað hafi verið mælitækjum eða breytt tengingu þannig að ekki komi fram öll notkun, skal rafveitan áætla óleyfilega notkun fyrir það tímabil, sem óleyfileg notkun hefir áfit sér stað, og skal notandi gjalda fyrir hana eftir gildandi gjaldskrá.

Ef ekki liggja fyrir sérstakar upplýsingar um líklega notkun á veitunni, má miða matið við stærð á vörum þeim, sem fyrir veitunni eru. Við endurtekningu má rjúfa samband við veituna.

15. gr. Gjald fyrir raforku.

Reikningur fyrir raforkunotkun skal sendur notanda á notkunarstað eða annan stað, sem hann tiltekur. Skal greiða reikninginn innan 10 daga frá útsendingardegi hans.

Nánari reglur um gjalddaga má setja í gjaldskrá. Heimilt er að áætla raforkunotkun notenda og innheimta reglulega skv. slíkri áætlun, enda fari fram uppgjör á staðreyndri notkun skv. álestrum eigi sjaldnar en einu sinni á hverjum 12 mánuðum.

Reikningur fyrir áætlaða notkun telst fullgildur reikningur á sama hátt og uppgjörsreikningur.

Við verðbreytingar á raforku skal áætla notkun skv. eldri og nýrri gjaldskrá og skal notkuninni skipt jafnt niður á það tímabil, sem reikningurinn nær til.

Rafveitunni er heimilt að krefja notendur um dráttarvexti af skuldum notenda frá gjalddaga þeirra.

Heimilt er að innheimta gjaldfallnar skuldir með lögtaki.

16. gr. Lokun fyrir veitu og enduropnun.

Sé raforkureikningur eigi greiddur innan 10 daga frá gjalddaga getur t~afveitan sent notanda viðvörun um stöðvun orkusölu til hans, verði greiðsla ekki innt af hendi innan þriggja daga. Að þeim tíma loknum er heimilt að taka straum af veitunni, án ábyrgðar rafveitunnar á hugsanlegum afleiðingum. Rafveitunni er heimilt að loka fyrir rafmagn þegar:

a) Notandi, sem þrátt fyrir kröfu eða skriflega aðvörun, sem að framan greinir, hefir ekki greitt reikning fyrir notkun raforku, sem hann ber ábyrgð á og sem fallinn er í gjalddaga.

b ) Ábyrgðarmaður notanda stendur ekki við ábyrgðina.

c) Notandi hefir gerst brotlegur við reglugerð þessa eða reglur um tæknilegan frágang raforkuvirkja og lagna.

Lokun fyrir rafstraum leysir notandann ekki undan greiðsluskyldu á lokunartímabilinu.

Sé lokað fyrir veitu vegna skulda, má að jafnaði ekki opna aftur nema:

1) Skuldin sé greidd að fullu eða fullnægjandi trygging sett fyrir því að skuldin verði greidd og

2) Greitt sé aukagjald fyrir enduropnun veitunnar skv. gjaldskrá og

3) Trygging sett fyrir skilvísri greiðslu framvegis, ef sérstakar ástæður eru til að krefjast slíkrar tryggingar.

17. gr. Rekstrartruflanir.

Stöðvun á rekstri eða truflanir vegna bilana eða takmarkana á raforkuvinnslu hefir ekki í för með sér neina skaðabótaskyldu fyrir rafveituna, en koma skal á reglulegum rekstri aftur eins fljótt og auðið er. Notendur eiga ekki rétt til endurgreiðslu, þótt stöðvun verði vegna bilana eða annarra óviðráðanlegra atvika um langan eða skamman tíma.

Rafveitan ber ekki ábyrgð á spennubreytingum undir slíkum kringumstæðum eða afleiðingum af þeim og eigi heldur af bruna eða slysum sem verða kunna af völdum rafmagns frá húsveitu rafmagnsnotenda. Rafveitan má loka fyrir straum til viðgerðar og viðhalds eða eftirlits þegar þörf gerist.

Meðan verið er að leggja heimtaugar eða götulagnir er rafveitunni heimilt að taka straum af því svæði, sem nauðsynlegt er, til þess að framkvæma tengingar.

Þurfi að takmarka notkun á rafmagni um langan eða skamman tíma, ákveður bæjarstjórn, að tillögum stjórnar veitustofnana, hvar notkun skuli takmörkuð fyrst.

Stöðvun á rekstri skal tilkynna fyrirfram, ef unnt er, en þó eiga notendur enga skaðabótakröfu á hendur rafveitunni, þótt straumur hafi verið rofinn fyrirvaralaust.

18. gr. Uppsögn á rafmagnsnotkun og tilkynning um flutninga eða breytingu á notkun.

Sérhver rafmagnsnotkun er notandi byrjar á skv. tilteknum lið gjaldskrá rafveitunnar, er bindandi fyrir hann a.m.k. í 1 ár, nema um sé að ræða bráðabirgðalagnir eða tilraunataxta, sem fullreyndir eru á skemmri tíma. Þó getur rafveitustjóri leyst notanda undan þessari skuldbindingu, þegar sérstaklega stendur á. Tilkynning um breytingu á notkun þannig að hún geti fallið undir annan gjaldskrárlið skal senda rafveitunni með mánaðar fyrirvara. Hið sama gildir þegar um uppsögn á raforkunotkun er að ræða. Tilkynning um flutning notanda frá einu.m notkunarstað til annars skal berast skrifstofu rafveitunnar með hálfs mánaðar fyrirvara. Skal þá, ef unnt er, gefa upp nafn og nafnnúmer þess notanda, sem hættir notkun, og þess sem tekur við notkun viðkomandi húsveitu.

Notandi ber ábyrgð á raforkunotkun þeirrar veitu, sem hann er skráður fyrir, þar til hann hættir notkuninni, og hefir sagt henni upp með réttum fyrirvara.

Ef húseigandi eða trúnaðarmaður hans verður þess var, að notandaskipti hafa orðið, án þess að þau hafi verið tilkynnt til rafveitunnar, ber honum að gera rafveitunni aðvart um það án tafar.

19. gr. Breytingar á gjaldskrá.

Notanda skal skylt að hlíta ákvæðum gildandi gjaldskrár rafveitunnar og breytingum þeim, sem bæjarstjórn samþykkir og ráðherra staðfestir. Verði ágreiningur milli rafveitustjóra og notanda um skilning á ákvæðum gjaldskrár eða settum skilyrðum fyrir raforkunotkun, getur notandi krafist þess, að ágreiningurinn verði lagður undir úrskurð stjórnar veitustofnana.

20. gr. Brot á reglugerð.

Brot á reglugerð þessari varða sektum.

Með þau skal fara að hætti opinberra mála.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Akureyrar, er hér með staðfest skv. vatnalögum nr. 15, 20. júní 1923 og orkulögum nr. 58, 29. apríl 1967, til að öðlast gildi þegar í stað.

Jafnframt er úr gildi fallin reglugerð nr. 190, dags. 29. nóv. 1940.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.