Iðnaðarráðuneyti

207/1985

Reglugerð um Hitaveitu Laugaráss í Biskupstungum - Brottfallin

1. gr.

Hitaveita Laugaráss er fyrirtæki sem Biskupstungnahreppur á og starfrækir og rekur sem sjálfstætt fyrirtæki.

 

2. gr

Tilgangur hitaveitunnar er:

Að afla og veita varmaorku um orkuveitusvæði sitt.

Að stuðla að hagkvæmni í orkuvinnslu og dreifingu orkunnar og sölu.

Að reka aðra þá starfsemi, sem tengist orkuvinnslunni og orkusölunni.

 

3. gr.

Orkuveitusvæði fyrirtækisins er byggðasvæði Laugaráss og nágrannabyggðir eftir því sem hreppsnefnd Biskupstungnahrepps ákveður og ráðherra samþykkir samkvæmt gildandi orkulögum hverju sinni. Hitaveitan hefir einkarétt til sölu á varmaorku til notenda á orkuveitusvæði sínu.

 

4. gr.

Stjórn fyrirtækisins skal skipuð fimm mönnum tilnefndum of hreppsnefnd Biskupstungnahrepps, þar skulu minnst þrír vera notendur hitaveitunnar á orkuveitusvæði hennar. Formann stjórnar og varformann skal tinefna sérstaklega.

 

5. gr.

Stjórn hitaveitunnar skal tilnefnd til fjögurra ára í senn og skal það tímabil vera hið sama og kjörtímabil hreppsnefndar.

 

6. gr.

Verkefni stjórnar hitaveitunnar er að fara með málefni fyrirtækisins og annast um að skipulag þess og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi.

Hún annast framkvæmdir allra hitaveitumála á orkuveitusvæði sínu í samræmi við ákvarðanir hreppsnefndar og ákvæði sveitastjórnarlaga.

Hún semur gjaldskrá fyrir veituna og leggur hana fyrir ráðherra til staðfestingar.

Hún undirbýr samninga og orkukaup og orkusölu.

Hún sér um reikningshald, reikningsskil og fjármál hitaveitunnar.

Hún leggur fjárhagsáætlun og ársreikning veitunnar fyrir hreppsnefnd.

Hún ræður framkvæmdastjóra fyrirtækisins, veitustjóra og aðra fasta starfsmenn.

Hún gefur hreppsnefnd þær skýrslur, sem óskað er eftir.

 

7. gr.

Veitustjóri annast allan daglegan rekstur og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum, sem stjórn veitunnar hefir gefið út. Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur veitustjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn veitunnar, nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana stjórnar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi fyrirtækisins.

Veitustjóri ræður starfsmenn til veitunnar eftir þörfum umfram hina föstu starfsmenn. Veitustjóri situr fundi stjórnar veitunnar með málfrelsi og

tillögurétt.

 

8. gr.

Hitaveita Laugaráss skal hafa sjálfstætt reikningshald og sjálfstæðan fjárhag. Tekjum hennar skal fyrst og fremst varið til að standa straum of nauðsynlegum rekstrarkostnaði þannig að tryggður sé öruggur rekstur veitunnar svo og til greiðslu afborgana og vaxta of skuldum hennar. Ráðstöfun hagnaðar eða jöfnun taps skal ákveðin of stjórn hitaveitunnar að fengnum tillögum framkvæmdastjóra.

Stjórn ásamt framkvæmdastjóra ber ábyrgð á reikningshaldi og meðferð fjármála fyrirtækisins.

 

9. gr.

Við gerð gjaldskrár skal þess gætt að orkuverð sé við það miðað að eðlilegur afrakstur fáist of því fjármagni, sem á hverjum tíma er bundið í rekstri fyrirtækisins. Einnig skal að því stefnt að fyrirtækið skili nægilegum greiðsluafgangi til þess að það geti jafnan með eigin fjármagni og hæfilegum lántökum tryggt notendum sínum næga hitaorku á sem hagkvæmustu verði.

 

10. gr.

Hitaveitan hefur viðhaldsskyldu á dreifikerfi sínu. Hús- og landeigendum er óheimilt að hylja þessar lagnir eða gera þær óaðgengilegar til eftirlits og viðgerða.

 

11. gr.

Hitaveitan er ekki bótaskyld, þótt notendur verði fyrir tjóni vegna frosts, ófullnægjandi hita eða vegna rafmagnstruflana, breytinga á hverum eða of öðrum óviðráðanlegum orsökum.

Þá er hitaveitan ekki bótaskyld, þótt tjón verði á mönnum, munum, eða eignum frá hitalögnum innanhús.

 

12. gr.

Húseigendur og aðrir, sem óska að gerast notendur hitaveitunnar skulu sends framkvæmdastjóra hennar skriflegar umsóknir um aðild að veitunni ásamt upplýsingum um vatnsmagn það, sem þeir óska að fá, svo og upplýsingar um stærð húsa. Þeir notendur, sem óska eftir að fá fram breytingar á vatnsmagni sínu, skulu og sends umsóknir þar um til framkvæmdastjóra.

Stjórn hitaveitu getur tekið sér frest allt að 2 árum til að verða við beiðni. Heimilt er að setja það skilyrði fyrir orkukaupum að lagning dreifiæða um landeignir sé hitaveitunni að kostnaðarlausu varðandi bætur til landeigenda.

 

13. gr.

Óheimilt er að tengja dælur við heimaæðar og innanhúskerfi nema með leyfi stjórnar hitaveitunnar.

 

14. gr.

Hitaveitan getur fyrirskipað takmörkun á hitanotkun, ef hún telur það nauðsynlegt, eða lokað fyrir hita vegna viðgerða. Full hitagjöld ber að greiða, þótt notendur hafi orðið fyrir lokun af slíku.

 

15. gr.

Brot á reglugerð þessari varða sektum nema þyngri refsingar liggi við samkvæmt öðrum lögum. Mál út of slíkum brotum á reglugerð þessari skal fari

með að hætti opinberra mála.

 

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt of hreppsnefnd Biskupstungna, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 3 31. janúar 1953 um hitaveitur utan Reykjavíkur, til þess að öðlast gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur fyrri reglugerð frá 10. September 1964 úr gildi.

 

Iðnaðarráðuneytið, 20. maí 1985.

 

Sverrir Hermannsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica