Fara beint í efnið

Prentað þann 26. apríl 2024

Breytingareglugerð

324/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð fyrir Rafmagnsveitur ríkisins nr. 122/1992 með áorðnum breytingum.

1. gr.

7. grein reglugerðarinnar orðist svo:

Stjórn.

Ráðherra skipar á ársfundi sjö menn í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins, rafmagnsveitustjóra til ráðuneytis til eins árs í senn. Stefnt skal að því að stjórnarmenn komi frá mismunandi landshlutum og af orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins. Hlutverk stjórnar er að fylgjast með að skipulag og starfsemi Rafmagnsveitna ríkisins sé jafnan í réttu og góðu horfi. Þá fjallar stjórnin um meginstefnu í starfsemi fyrirtækisins og skal rafmagnsveitustjóri kynna stjórninni þau málefni sem talist geta haft veruleg áhrif á starfsemi og afkomu fyrirtækisins, áður en ákvörðun er tekin um þau. Meðal þeirra mála sem þar geta fallið undir eru framkvæmdaáætlanir, gjaldskrármál, skipulagsmál og framtíðarstefnumörkun. Um starfskjör stjórnarmanna fer samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem samþykkt er af stjórn Rafmagnsveitna ríkisins, er hér með staðfest samkvæmt vatnalögum nr. 15/1923 og orkulögum nr. 58/1967 til að öðlast gildi þegar í stað.

Iðnaðarráðuneytinu, 28. maí 1997.

Finnur Ingólfsson.

Halldór J. Kristjánsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.