Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

175/1987

Auglýsing um breytingu á reglugerð Hitaveitu Eyra nr. 559, 1. október 1981, er öðlast gildi 1. maí 1987.

8. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

"Kvöð um tengingu við hitaveitu og notkun.

Þeim sem húseign á við götu eða veg innan veitusvæðis hitaveitunnar þar sem vatnsæð hitaveitu liggur er skylt að tengja og nota hitaveitu á hitunarkerfi og lagnir fyrir heitt kranavatn. Heimilt er þó að veita undanþágu frá þessu ákvæði. Á öllum húskerfum tengdum hitaveitu skulu vera einstreymislokar og öryggisbúnaður samkv. fyrirmælum hitaveitu."

Iðnaðarráðuneytið, 14. apríl 1987.

Þorsteinn Pálsson.

Páll Flygenring.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.