Leita
Hreinsa Um leit

Iðnaðarráðuneyti

270/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 144/1994 um rafföng til notkunar á sprengihættustöðum með eða án tiltekinnar varnartilhögunar.

1. gr.

Eftirtaldir samhæfðir Evrópustaðlar um rafföng, sem notaðir eru á sprengihættustöðum með eða án tiltekinnar varnartilhögunar, bætast við viðauka I. Rafföng, sem þannig eru notuð, skulu vera í samræmi við þessa staðla.

Evrópustaðlar

Númer

Titill

Útgáfa

Dagsetning

 

EN 50019

Rafföng til notkunar á sprengihættustöðum: Aukið öryggi "e".

4. breyting
5. breyting

Október 1989
Ágúst 1990

 

EN 50020

Rafföng til notkunar á sprengihættustöðum: Sjálftrygg útfærsla "i".

3., 4. og 5. breyting

Maí 1990

 

EN 50033

Rafföng til notkunar á sprengihættustöðum: Hjálmluktir til notkunar í námum, þar sem eldfimt gas getur myndast.

2

Mars 1991

 

EN 50039

Rafföng til notkunar á sprengihættustöðum: Rafkerfi í sjálftryggri útfærslu "i".

1

Mars 1980

 

EN 50050

Rafföng til notkunar á sprengihættustöðum: Handverkfæri til rafsviðssprautunar.

1

Janúar 1986

 

EN 50053

Rafföng til notkunar á sprengihættustöðum: (1. hluti) Handbyssur með hámarksorku 0,24 mJ og fylgihlutir þeirra til rafsviðssprautunar á málningu.

1

Febrúar 1987(*)

 

EN 50053

Rafföng til notkunar á sprengihættustöðum: (2. hluti) Handbyssur með hámarksorku 5 mJ og fylgihlutir þeirra til rafsviðssprautunar á dufti.

1

Júní 1987(*)

 

EN 50053

Rafföng sem notuð eru á sprengihættustöðum: (3. hluti) Handbyssur með hámarksorku 0,24 mJ eða 5 mJ og fylgihlutir þeirra til rafsviðssprautunar á ull.

1

Júní 1987(*)

 

(*)Hér er einungis átt við þær greinar sem fjalla um smíði tækja sem eru tilgreind í stöðlunum EN 50053, 1. 2. og 3. hluta.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um Rafmagnseftirlit ríkisins nr. 60/1979 og með hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í X. kafla II. viðauka. Hún byggir á tilskipun ráðsins 82/130/EBE frá 15. febrúar 1982 um samræmingu laga aðildarríkja EES um rafföng til notkunar á sprengihættustöðum í námum þar sem eldfimt gas getur myndast, tilskipun ráðsins 76/117/EBE frá 18. desember 1975 um samræmingu laga aðildarríkja EES um rafföng til notkunar á sprengihættustöðum og tilskipun ráðsins 79/196/EBE frá 6. febrúar 1979 um samræmingu laga aðildarríkja EES um rafföng með tiltekna varnartilhögun til notkunar á sprengihættustöðum, með þeim breytingum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 31/94 frá 15. desember 1994 og nr. 5/95 frá 27. janúar 1995 og með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytið, 24. apríl 1995.

F. h. r.
Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica