Efnahags- og viðskiptaráðuneyti

511/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 310/1997 um skráningu vörumerkja o.fl. - Brottfallin

1. gr.

Nýr málsliður bætist við 2. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar sem orðast svo:

Umsókn verður aðeins tekin fyrir að nýju að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 19. gr. lag­anna.

2. gr.

Á eftir 10. gr. reglugerðarinnar bætist við ný fyrirsögn sem orðast svo:

Andmæli.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. reglugerðarinnar:

a)

Upphaf 1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Andmælum við skráningu vörumerkis skv. 22. gr. laganna skal fylgja tilskilið gjald, þau skulu vera skrifleg, í tvíriti, og hafa að geyma:

b)

2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Einkaleyfastofan getur veitt andmælanda tveggja mánaða frest til að leggja fram frekari gögn til stuðnings andmælunum.

c)

3. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Hafi andmæli ekki að geyma upplýsingar skv. 1. mgr. eða hafi tilskilið gjald ekki verið greitt skal andmælunum vísað frá.

4. gr.

2. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Komi fram athugasemdir við andmælin frá eiganda skráningarinnar getur Einka­leyfa­stofan veitt aðilum frest til að leggja fram frekari greinargerðir sé þess talin þörf.

5. gr.

Á eftir 12. gr. reglugerðarinnar bætist við ný fyrirsögn sem orðast svo:

Stjórnsýsluleg niðurfelling.

6. gr.

Í stað núgildandi 13. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem orðast svo:

Kröfu um stjórnsýslulega niðurfellingu skv. 30. gr. a laganna skal fylgja tilskilið gjald, hún skal vera skrifleg, í tvíriti, og hafa að geyma:

1)

nafn þess sem krefst niðurfellingar skráningar og heimilisfang ásamt nafni umboðs­manns hafi hann verið tilnefndur,

2)

númer þeirrar skráningar sem krafist er að verði felld niður,

3)

helstu rök fyrir kröfu um niðurfellingu skráningar og

4)

nauðsynleg skjöl til stuðnings kröfunni.Ef rökstuðningur fylgir ekki kröfunni veitir Einkaleyfastofan tveggja mánaða frest til að bæta þar úr. Berist rökstuðningur ekki eða sé tilskilið gjald ekki greitt er kröfunni vísað frá.

7. gr.

Í stað núgildandi 14. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem orðast svo:

Einkaleyfastofan skal tilkynna eiganda skráningar um framkomna kröfu um stjórn­sýslu­lega niðurfellingu og gefa honum kost á að tjá sig um hana innan tilskilins frests.

Komi fram athugasemdir um kröfuna frá eiganda skráningarinnar getur Einkaleyfastofan veitt aðilum frest til að leggja fram frekari greinargerðir sé þess talin þörf.

Ákvarðanir skv. 30. gr. a laganna, sbr. 13. gr. reglugerðarinnar, skulu birtar í ELS-tíðindum.

8. gr.

Á eftir 14. gr. bætist við ný fyrirsögn sem orðast svo:

Hlutun umsókna og skráninga.

9. gr.

Í stað núgildandi 15. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem orðast svo:

Beiðni um hlutun umsóknar skv. 1. mgr. 24. gr. a laganna skal innihalda:

1)

númer þeirrar umsóknar sem á að hluta,

2)

lista yfir þær vörur og/eða þjónustu sem hver umsókn á að innihalda eftir hlutun.

Umsókn, sem verður til við hlutun, má ekki vera víðtækari en upprunalega umsóknin. Þá má hin nýja umsókn ekki taka til sömu vöru eða þjónustu og hin upprunalega umsókn.

Ekki er heimilt að verða við beiðni um hlutun ef óljóst er hvort hlutunin rúmist innan hinnar upprunalegu umsóknar.

Þegar beiðni um hlutun hefur verið afgreidd fær hin nýja umsókn nýtt sjálfstætt umsóknar­númer en heldur sömu umsóknardagsetningu og forgangsréttardagsetningu og hin upprunalega umsókn sé slíku til að dreifa.

Umboð, framsalsgögn og önnur skjöl tengd upprunalegu umsókninni gilda einnig sem skjöl fyrir hina nýju umsókn sem verður til við hlutun.

10. gr.

Í stað núgildandi 16. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein sem orðast svo:

Beiðni um hlutun skráningar skv. 2. mgr. 24. gr. a laganna skal innihalda:

1)

númer þeirrar skráningar sem á að hluta,

2)

lista yfir þær vörur og/eða þjónustu sem hver skráning á að innihalda eftir hlutun.

Skráning, sem verður til við hlutun, má ekki vera víðtækari en hin upprunalega skráning. Þá má hin nýja skráning ekki taka til sömu vöru eða þjónustu og hin upprunalega skráning.

Ekki er heimilt að verða við beiðni um hlutun ef óljóst er hvort hlutunin rúmist innan hinnar upprunalegu skráningar.

Þegar beiðni um hlutun hefur verið afgreidd fær hin nýja skráning nýtt sjálfstætt skrán­ingar­númer en heldur sömu skráningardagsetningu og forgangsréttardagsetningu og hin upprunalega skráning sé slíku til að dreifa.

Umboð, framsalsgögn og önnur skjöl tengd upprunalegu skráningunni gilda einnig sem skjöl fyrir hina nýju skráningu sem verður til við hlutun.

11. gr.

Fyrirsögnin "Breytingar og færslur í vörumerkjaskrá" sem var á eftir 12. gr. reglugerðarinnar kemur á eftir 16. gr. reglugerðarinnar.

12. gr.

13., 16. og 19. gr. reglugerðarinnar verða að nýrri 19. gr. og orðast svo:

Beiðni um breytingu á skráðu vörumerki skv. 24. gr. laganna skal vera skrifleg, undir­rituð af eiganda skráningarinnar eða umboðsmanni hans, og skal henni fylgja tilskilið gjald. Í beiðninni skal tilgreina:

1)

nafn og heimilisfang eiganda skráningar ásamt nafni og heimilisfangi umboðs­manns,

2)

skráningarnúmer merkisins,

3)

lýsingu á þeirri breytingu sem óskað er eftir,

4)

tvö eintök af merkinu ef um myndmerki er að ræða.

Eigandi vörumerkis getur óskað eftir því að tiltekin vara eða þjónusta verði felld brott úr skráðu vörumerki gegn tilskildu gjaldi. Beiðnin skal vera skrifleg og í henni skal koma fram skráningarnúmer merkisins og hvaða vara eða þjónusta skuli felld brott. Beiðnin skal undirrituð af eiganda skráningar eða umboðsmanni hans.

Breytingar á skráðum vörumerkjum skv. 1. og 2. mgr. eru auglýstar í ELS-tíðindum.

13. gr.

14., 15. og 20. gr. reglugerðarinnar verða að nýrri 20. gr. og orðast svo:

Krafa um að merki sé afmáð úr vörumerkjaskrá skv. 30. gr. laganna skal vera skrifleg og geta skal skráningarnúmers þess merkis sem óskast afmáð. Rökstuðningur fyrir kröfunni skal fylgja.

Beiðni um að merki sé afmáð úr vörumerkjaskrá skv. 32. gr. laganna skal vera skrifleg og tilgreina skráningarnúmer þess merkis sem óskast afmáð.

Beiðni skv. 1. eða 2. mgr. skal undirrituð af til þess bærum aðila eða umboðsmanni hans.

14. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. reglugerðarinnar:

a)

2. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Beiðni um endurnýjun verður aðeins tekin fyrir að nýju að uppfylltum skilyrðum 27. gr. laganna.

b)

Núgildandi 2. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar verður 3. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar.

15. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 65. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki, öðlast þegar gildi.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, 14. júní 2012.

Steingrímur J. Sigfússon.

Helga Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica