Leita
Hreinsa Um leit

Iðnaðarráðuneyti

1132/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð um framkvæmd raforkulaga, nr. 1040/2005, með síðari breytingum.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein, sem verður grein 9a, og hljóðar svo:

Söluaðilar skulu upplýsa viðskiptavini sína um uppruna raforku frá framleiðendum á liðnu ári. Slíkar upplýsingar skulu vera aðgengilegar og samanburðarhæfar og gefnar í tengslum við útgáfu reikninga og í kynningargögnum, s.s. með tilvísun á viðeigandi heimasíður. Upplýsingunum skal koma á framfæri við Orkustofnun með reglubundnum hætti.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 5. gr. og 45. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 28. nóvember 2011.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Ingvi Már Pálsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica