Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

10/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 297/2006, um Orkuveitu Reykjavíkur, með síðari breytingum.

1. gr.

Við 1. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem hljóðar svo: Einnig á Hellu og Hvolsvelli og nærliggjandi sveitum, eins og það veitusvæði er skilgreint í samningi frá 25. janúar 2005 milli Orkuveitu Reykjavíkur, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps.

2. gr.

Í stað orðanna "heits vatns" í 2. mgr. 5. gr. kemur: heits og kalds vatns.

3. gr.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. og hljóðar svo: Í þeim tilvikum þar sem á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur gilda mismunandi taxtar í þéttbýli og dreifbýli skal skilgreining á milli þéttbýlis og dreifbýlis fylgja því hvernig viðkomandi sveitarfélag skilgreinir þéttbýli á aðalskipulagi.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur og orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 3. janúar 2012.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Ingvi Már Pálsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.