1. gr.
Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB), sem vísað er til í 10. lið í IV. kafla II. viðauka og í 33. lið í IV. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/2011, frá 11. febrúar 2011, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af framangreindum viðaukum samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 859/2009 frá 18. september 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 244/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun með tilliti til útfjólublárrar geislunar óstefnuvirkra ljósapera til heimilisnota.
2. gr.
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 859/2009 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20/2011, 7. apríl 2011, bls. 216.
Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/2011 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19/2011, 7. apríl 2011, bls. 5.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. gr. laga nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku, öðlast þegar gildi.
Iðnaðarráðuneytinu, 24. maí 2011.
F. h. r.
Kristján Skarphéðinsson.
Þórður Reynisson.